Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 36

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 36
18 TIMARIT ÞJÖÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA 2. Utan kirkju spratt upp margs- konar félagsskapur, er vann að því að efla andlegan áhuga og halda lífi í ís- lenzkum erfðavenjum. Af því tæi eru lestrarfélögin og bindindisfélögin, en þau gengust oft fyrir leiksýningum. Auk þess var oft stofnað til leiksýn- inga af kvennfélögum kirknanna og öðrum sem þurftu á fé að halda; sum- ir barna- og unglingaskólar sýndu og leiki. Fyrsti leikur sem sýndur var vestra var Sigríður Eyjafjarðarsól í Winnipeg 1880. Má um þetta vísa til hinnar ágætu greinar Árna Sigurðsson- ar í Tímaritinu 1946. En afleiðingin af þessum mörgu og dreifðu leiksýn- ingum var sú, að menn eigi aðeins þýddu fjölda leikrita, heldur frumrit- uðu líka mörg, þótt fá ein kæmust á prent. Óvíða mun mark félags hafa verið sett hærra en í Hinu íslenzka Menn- ingarfélagi er stofnað var af ekki minna manni en Stephani G. Stephans- syni í N. Dakota 1888. En Stephan var þá þegar afbragð annara manna, mik- ið skáld og frjálslyndari flestum í skoð- unum. Svipað félag var stofnað um sama leyti í Winnipeg af Frímanni B. Arngrímssyni (1855-1936): Hið íslenzka Þjóðmenningarfélag. Það ætlaði sér jafnvel ennþá meira hlutverk en Menningarfélagið í N. Dakota, en kom litlu af því fram. Sérkennilega íslenzkt í sniðunum var Hagyrðingafélagið, stofnað í Winnipeg af Sigurði Júlíus Jóhannessyni, skáldi. Félagar voru all- ir, sem ort gátu bögu og vildu ganga í félagið til þess að lesa ljóð sín og láta hina félagana finna að þeim. Merkast félaga þeirra, sem enn eru starfandi, er Þjóðræknisfélag Islendinga í Vestur- heimi, stofnað 1919, árið eftir að Is- lendingar austan hafs fengu viður- kennt sjálfstæði sitt. Meðan Rögnvald- ar naut var hann lífið og sálin í félag- inu, en eftir dauða hans (1940) hefur Richard Beck (1897-) verið stórvirkast- ur leiðtogi þess. Beck hefur auk þess í óteljandi ræðum og ritgerðum á ís- lenzku, ensku og norsku, gert meir en nokkur núlifandi maður til þess að boða þekkingu á íslenzkri menningu og íslenzkum bókmenntum vestan hafs. 3. Meðal hinna mörgu tímarita sem Vestur-lslendingar hafa haldið út er fyrst að telja vikublöðin. Eftir dauða Framfara (1877-80) í Nýja Islandi, reyndu menn að fitja upp á blaði i Winnipeg. Það varð Leifur, sem líka varð skammlífur (1883-86). En nú komst verulegur skriður á, því sama ár og Leifur sálaðist fæddist Heims- kringla (1886-), og tveim árum síðar Lögberg (1888), en þessi blöð hafa eins og kunnugt er orðið ódrepandi meðal Islendinga, enda langmerkust blaða þeirra. Þessi vikublöð hafa eigi aðeins gengið Islendingum í dagblaða- stað og rætt mál dagsins—hvort sem voru trúmál, pólitík eða önnur menn- ingarmál eða áhugamál manna í Vest- urheimi, og einkum Canada, en þau hafa líka endurprentað góðar greinar úr blöðum og tímaritum austan hafs- ins og þannig gert sitt til að brúa haf- ið milli landanna. Á yngri árum sínurn nutu þau styrks Canadastjórnar og voru send heim á hvern bæ á Islandi. Er líklegt að þau hafi verið miðlungi vel séð af ráðamönnum Islendinga, meðan straumurinn var sem stríðastur vestur um hafið, en eftir aldamót munu þau hafa þótt góðir gestir í ís- lenzkum sveitum. Á síðustu árum hef- ur blaðinu verið snúið við: nú eru það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.