Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Qupperneq 36
18
TIMARIT ÞJÖÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
2. Utan kirkju spratt upp margs-
konar félagsskapur, er vann að því að
efla andlegan áhuga og halda lífi í ís-
lenzkum erfðavenjum. Af því tæi eru
lestrarfélögin og bindindisfélögin, en
þau gengust oft fyrir leiksýningum.
Auk þess var oft stofnað til leiksýn-
inga af kvennfélögum kirknanna og
öðrum sem þurftu á fé að halda; sum-
ir barna- og unglingaskólar sýndu og
leiki. Fyrsti leikur sem sýndur var
vestra var Sigríður Eyjafjarðarsól í
Winnipeg 1880. Má um þetta vísa til
hinnar ágætu greinar Árna Sigurðsson-
ar í Tímaritinu 1946. En afleiðingin
af þessum mörgu og dreifðu leiksýn-
ingum var sú, að menn eigi aðeins
þýddu fjölda leikrita, heldur frumrit-
uðu líka mörg, þótt fá ein kæmust á
prent.
Óvíða mun mark félags hafa verið
sett hærra en í Hinu íslenzka Menn-
ingarfélagi er stofnað var af ekki
minna manni en Stephani G. Stephans-
syni í N. Dakota 1888. En Stephan var
þá þegar afbragð annara manna, mik-
ið skáld og frjálslyndari flestum í skoð-
unum. Svipað félag var stofnað um
sama leyti í Winnipeg af Frímanni B.
Arngrímssyni (1855-1936): Hið íslenzka
Þjóðmenningarfélag. Það ætlaði sér
jafnvel ennþá meira hlutverk en
Menningarfélagið í N. Dakota, en kom
litlu af því fram. Sérkennilega íslenzkt
í sniðunum var Hagyrðingafélagið,
stofnað í Winnipeg af Sigurði Júlíus
Jóhannessyni, skáldi. Félagar voru all-
ir, sem ort gátu bögu og vildu ganga
í félagið til þess að lesa ljóð sín og láta
hina félagana finna að þeim. Merkast
félaga þeirra, sem enn eru starfandi,
er Þjóðræknisfélag Islendinga í Vestur-
heimi, stofnað 1919, árið eftir að Is-
lendingar austan hafs fengu viður-
kennt sjálfstæði sitt. Meðan Rögnvald-
ar naut var hann lífið og sálin í félag-
inu, en eftir dauða hans (1940) hefur
Richard Beck (1897-) verið stórvirkast-
ur leiðtogi þess. Beck hefur auk þess
í óteljandi ræðum og ritgerðum á ís-
lenzku, ensku og norsku, gert meir en
nokkur núlifandi maður til þess að
boða þekkingu á íslenzkri menningu
og íslenzkum bókmenntum vestan
hafs.
3. Meðal hinna mörgu tímarita
sem Vestur-lslendingar hafa haldið út
er fyrst að telja vikublöðin. Eftir dauða
Framfara (1877-80) í Nýja Islandi,
reyndu menn að fitja upp á blaði i
Winnipeg. Það varð Leifur, sem líka
varð skammlífur (1883-86). En nú
komst verulegur skriður á, því sama
ár og Leifur sálaðist fæddist Heims-
kringla (1886-), og tveim árum síðar
Lögberg (1888), en þessi blöð hafa
eins og kunnugt er orðið ódrepandi
meðal Islendinga, enda langmerkust
blaða þeirra. Þessi vikublöð hafa eigi
aðeins gengið Islendingum í dagblaða-
stað og rætt mál dagsins—hvort sem
voru trúmál, pólitík eða önnur menn-
ingarmál eða áhugamál manna í Vest-
urheimi, og einkum Canada, en þau
hafa líka endurprentað góðar greinar
úr blöðum og tímaritum austan hafs-
ins og þannig gert sitt til að brúa haf-
ið milli landanna. Á yngri árum sínurn
nutu þau styrks Canadastjórnar og
voru send heim á hvern bæ á Islandi.
Er líklegt að þau hafi verið miðlungi
vel séð af ráðamönnum Islendinga,
meðan straumurinn var sem stríðastur
vestur um hafið, en eftir aldamót
munu þau hafa þótt góðir gestir í ís-
lenzkum sveitum. Á síðustu árum hef-
ur blaðinu verið snúið við: nú eru það