Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 37
VESTUR-ISLENZKIR RITHÖFUNDAR
19
Austur-Islendingar sem styrkt hafa
þau með fjárframlögum til verndar
þjóðerninu vestan hafsins. Upp úr
aldamótum fundu sumar byggðir Is-
lendinga hvöt hjá sér til að reyna að
halda út blaði. Fyrstur varð Selkirk-
ingur (1900-02), hálfsmánaðarblað í
Selkirk, norður frá Winnipeg, þá Vín-
land (1902-08), mánaðarblað, suður í
Minneota, Minnesota; næst var Bald-
ur, sem kom út á Gimli í sjö ár (1903
1910), vikublað, og loks Gimlungur
(1910-11) vikublað, er tók við, er Bald-
ur lagðist niður. Einstaka blöðum var
enn hleypt af stokkunum í Winnipeg,
þegar mikið þótti við liggja. Svo var
um Öld Jóns Ólafssonar fyrir aldamót
og Voröld Sig. Júl. Jóhannessonar upp
úr lieimsstyrjöldinni fyrri.
Af kirkjuritum er Sameiningin elzt
allra (1886-), enda telur hún sig vera
elzt allra núlifandi tímarita í Canada,
og rná það satt vera. Hún var og er
málgagn hinnar Evangelisk-Lútersku
kirkju og var sr. Jón Bjarnason rit-
stjóri hennar, meðan hans naut við
en eftir hans dag sr. Björn B. Jónsson
(1870-1938) og síðar fleiri. önnur
tímarit gefin út af sama kirkjufélagi
voru Aldamót (1891-1903) gefin út af
sr. Friðrik J. Bergmann og Áramót
(1905-09), gefin út af sr. Birni B. Jóns-
syni (1870-1938). Þessi tímarit voru
með nokkuð bókmenntalegra sniði en
^ameiningin, í þeim vóru fyrirlestrar,
greinar og ritdómar. Þegar leiðir skild-
Ust með hinum frjálslyndari Friðrik J.
^ergmann og félögum hans var Björn
Jónsson fenginn til að halda í horfi
kirkjufélags ins í Áramótum, en sr.
Friðrik stofnaði þá nýtt ársrit: Breiða-
(1906-14) og reit þar í margt
góðra greina. Dagsbrún (1893-96), gef-
111 út af sr. Magnúsi J. Skaptasyni, mun
hafa verið fyrsta málgagn Únítara, eða
a.m.k. frjálslyndari kirkjumanna. Hlut-
verki Dagsbrúnar var haldið áfram af
Heimi (1904-14), en þótt það væri mál-
gagn Únítarakirkjunnar var það með
talsverðu bókmenntasniði. Rögnvald-
ur Pétursson var ritstjóri fyrstu sex
árin og níunda árið, annars sr. Guð-
mundur Árnason (1880-1943), mjög
greindur maður og hneigður til fræði-
mennsku.
1 mörgu arftaki þessara tímarita var
Tímarit Þjóðræknisfélags Islendinga
(1919-). Það var stofnað til þess að
hlynna að íslenzku þjóðerni og átti að
sameina hin tvístruðu kirkjufélög
undir því merki, meðal annars með
því að sneiða hjá greinum um trúmál.
Verður ekki annað sagt en að þetta
hafi tekizt vonum fremur og hefur rit-
ið verið allgott bókmenntatímarit.
Ritstjóri þess var fyrst Rögnvaldur
Pétursson en eftir hans dag (1940) Gísli
Jónsson, skáld og prentsmiðjustjóri
(1876), og hefur ritið sízt verið verra
eftir að hann tók við.
Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
(1895-) setti sér snemma það lofsverða
mark og mið—auk þess að halda mönn-
um við rímið—að skrásetja landnáms-
sögu Vestur-lslendinga. Komu fyrstu
landnámssagnirnar 1899 og hefur síð-
an verið haldið áfram jafnt og þétt;
er ritið því einhver hin merkasta heim-
ild um sögu Islendinga vestan hafs.
Ennfremur hefur ritið flutt mannalát
og fregnir af helztu atburðum vestan
hafs. Eftir fráfall stofnandans, Ólafs
S. Thorgeirssonar (1864-1937), hefur
Richard Beck haldið út almanakinu af
alkunnum dugnaði og smekkvísi.
Freyja (1898-1910), gefin út af
Margréti Jónsdóttur (1866-) og manni
hennar Sigfúsi B. Benediktssyni (1865-)