Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 37

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 37
VESTUR-ISLENZKIR RITHÖFUNDAR 19 Austur-Islendingar sem styrkt hafa þau með fjárframlögum til verndar þjóðerninu vestan hafsins. Upp úr aldamótum fundu sumar byggðir Is- lendinga hvöt hjá sér til að reyna að halda út blaði. Fyrstur varð Selkirk- ingur (1900-02), hálfsmánaðarblað í Selkirk, norður frá Winnipeg, þá Vín- land (1902-08), mánaðarblað, suður í Minneota, Minnesota; næst var Bald- ur, sem kom út á Gimli í sjö ár (1903 1910), vikublað, og loks Gimlungur (1910-11) vikublað, er tók við, er Bald- ur lagðist niður. Einstaka blöðum var enn hleypt af stokkunum í Winnipeg, þegar mikið þótti við liggja. Svo var um Öld Jóns Ólafssonar fyrir aldamót og Voröld Sig. Júl. Jóhannessonar upp úr lieimsstyrjöldinni fyrri. Af kirkjuritum er Sameiningin elzt allra (1886-), enda telur hún sig vera elzt allra núlifandi tímarita í Canada, og rná það satt vera. Hún var og er málgagn hinnar Evangelisk-Lútersku kirkju og var sr. Jón Bjarnason rit- stjóri hennar, meðan hans naut við en eftir hans dag sr. Björn B. Jónsson (1870-1938) og síðar fleiri. önnur tímarit gefin út af sama kirkjufélagi voru Aldamót (1891-1903) gefin út af sr. Friðrik J. Bergmann og Áramót (1905-09), gefin út af sr. Birni B. Jóns- syni (1870-1938). Þessi tímarit voru með nokkuð bókmenntalegra sniði en ^ameiningin, í þeim vóru fyrirlestrar, greinar og ritdómar. Þegar leiðir skild- Ust með hinum frjálslyndari Friðrik J. ^ergmann og félögum hans var Björn Jónsson fenginn til að halda í horfi kirkjufélags ins í Áramótum, en sr. Friðrik stofnaði þá nýtt ársrit: Breiða- (1906-14) og reit þar í margt góðra greina. Dagsbrún (1893-96), gef- 111 út af sr. Magnúsi J. Skaptasyni, mun hafa verið fyrsta málgagn Únítara, eða a.m.k. frjálslyndari kirkjumanna. Hlut- verki Dagsbrúnar var haldið áfram af Heimi (1904-14), en þótt það væri mál- gagn Únítarakirkjunnar var það með talsverðu bókmenntasniði. Rögnvald- ur Pétursson var ritstjóri fyrstu sex árin og níunda árið, annars sr. Guð- mundur Árnason (1880-1943), mjög greindur maður og hneigður til fræði- mennsku. 1 mörgu arftaki þessara tímarita var Tímarit Þjóðræknisfélags Islendinga (1919-). Það var stofnað til þess að hlynna að íslenzku þjóðerni og átti að sameina hin tvístruðu kirkjufélög undir því merki, meðal annars með því að sneiða hjá greinum um trúmál. Verður ekki annað sagt en að þetta hafi tekizt vonum fremur og hefur rit- ið verið allgott bókmenntatímarit. Ritstjóri þess var fyrst Rögnvaldur Pétursson en eftir hans dag (1940) Gísli Jónsson, skáld og prentsmiðjustjóri (1876), og hefur ritið sízt verið verra eftir að hann tók við. Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar (1895-) setti sér snemma það lofsverða mark og mið—auk þess að halda mönn- um við rímið—að skrásetja landnáms- sögu Vestur-lslendinga. Komu fyrstu landnámssagnirnar 1899 og hefur síð- an verið haldið áfram jafnt og þétt; er ritið því einhver hin merkasta heim- ild um sögu Islendinga vestan hafs. Ennfremur hefur ritið flutt mannalát og fregnir af helztu atburðum vestan hafs. Eftir fráfall stofnandans, Ólafs S. Thorgeirssonar (1864-1937), hefur Richard Beck haldið út almanakinu af alkunnum dugnaði og smekkvísi. Freyja (1898-1910), gefin út af Margréti Jónsdóttur (1866-) og manni hennar Sigfúsi B. Benediktssyni (1865-)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.