Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 38
20
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
var eigi aðeins fyrsta íslenzka tímaritið
vestan liafs helgað réttindum kvenna,
heldur líka, að því er ritstjórar herma,
fyrst af þeirri tegund í Manitoba, ef
til vill í Canada. 1 Freyju voru kvæði,
greinar og þýddar sögur, stórar og smá
ar. Margrét fékkst einnig við ljóða-
gjörð einkum á yngri árum.
Önnur tímarit, er fluttu léttmeti til
skemmtunar, oft þýddar sögur (reyf-
ara) voru Svava (1895-1904), gefin út
af Gísla Magnúsi Thompson (1863-
1908), og Syrpa (1911-22), gefin út af
ólafi S. Thorgeirssyni. Á sama hátt var
Saga (1925-30) skemmtirit, en sá var
munur, að í henni voru aðallega frum-
samin kvæði og sögur eftir útgefand-
ann, Þorstein Þ. Þorsteinsson.
Af þeim ritum sem enn koma út, má
nefna Árdísi, sem Bandalag Lútlrerskra
kvenna hefir gefið út árlega í síðastl.
18 ár.
Yngst íslenzku tímaritanna mun
Brautin (1944-) vera. Er hún ársrit hins
Sameinaða kirkjufélags, en fyrstu rit-
stjórar hennar voru þau sr. Halldór E.
Johnson (1887-1949) og Guðrún H.
Finnsdóttir. Því miður naut þeirra of
skammt við.
Loks má nefna The Icelandic Can-
adian (1943-), ársfjörðungsrit, gefið út
af hinni ensku deild Þjóðræknisfélags-
ins, til að vinna að útbreiðslu þekking-
ar á Islandi meðal yngri og upprenn-
andi kynslóðarinnar, sem er á vegi með
að týna málinu, en vill þó bjarga því
sem bjargað verður yfir landamærin.
Fyrsti ritstjóri tímaritsins var Laura G.
Salverson, skáldkona, en meðal stuðn-
ingsmanna þess má nefna Walter J.
Líndal dómara, sem ritað hefur bæk-
ur um hugsjón lýðræðisins og kanad-
iskan borgararétt, Prófessor Skúla
Johnson, er var útgefandi safnritsins
Iceland’s Thousand Years (1945), hefur
þýtt talsvert af íslenzkum Ijóðum á
ensku og skrifað greinar um íslenzkar
bókmenntir, Mrs. Hólmfríður Daniel-
son, kennara og leikritahöfund, Prófess-
or Tryggva J. Oleson, ofl. ofl.
Margir þeirra ritstjóra, sem nú voru
nefndir, voru líka ræðumenn, fyrir-
lesarar og greinarhöfundar, sumir
skrifuðu auk þess bækur. Sr. Jón
Bjarnason skrifaði mikið auk stól-
ræðna sinna og hefur verkum hans
verið safnað í Rit og ræður (1946). Eft-
ir sr. Friðrik J. Bergman liggja bæk-
urnar: Island um aldamótin (1901),
Vafurlogar (1906), Trú og þekking
(1916) oíl. Rögnvaldur Pétursson ritaði
Ferðalýsingar (1914), og veit eg ei ann-
að liggja eftir hann í bókarformi, nema
nýútgefnar Ræður hans (1950). Gamall
maður Magnús Jónsson frá Fjalli
(1851-1942) gaf út Vertíðarlok. Árang-
ur leitarinnar á öræfum veruleikans.
Sýnishorn af efni sálarinnar, eða hugs-
anasafni verkamanns. Tekið á ýmsum
starfssviðum andans, undir mismun-
andi áhrifum og kringumstæðum (I-
1920 og II. 1933). Aðalsteinn Kristjáns-
son (1878-1949) skrifaði Austur í blá-
móðu fjalla (1917), ferðasögu til ís-
lands og sögu New York borgar, Svip-
leiftur samtíðarmanna (1927) um leið-
toga Bandaríkjamanna, og Á skotspón-
spónum, smápistla, æfintýri og sögu-
brot (I-III, 1930-33-35). Sóffónías
Þorkelsson ritaði og ferðasögu í tveini
bindum um för sína til íslands: Ferða-
hugleiðingar I-II- (1944) (eftir Soffan-
ías Thorkelsson).
Langmikilvirkastur greina og ræðu-
höfundur hefur þó Richard Beck ver-
ið, og það bæði á íslenzku, ensku og
norsku, þótt hér verði eigi annars get'
ið en þess sem hann hefur skrifað á ís-