Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Qupperneq 39
VESTUR-ÍSLENZKIR RITHÖFUNDAR
21
lenzku og ensku. Annars byrjaði hann
ritferil sinn á því að gefa út Ljóðmál
(1929) eftir sjálfan sig og síðan hefur
kvæðum eftir hann rignt í blöðum og
tímaritum, þótt ekki hafi hann annað
gefið út en A Sheaf of Verses (1945) á
ensku. Næsta ár gaf hann út Icelandic
Lyrics (1930) úrval af íslenzkum Ijóð-
um með enskum þýðingum eftir ýmsa.
Og 1943 gaf hann enn út Icelandic
Poems and Stories, úrval, þar sem
meira en helmingur sagnaþýðinganna
var eftir Mrs. W. Perkins (Mekkinu
Gunnarsdóttur) í Washington, D. C.
Enn gaf Beck út Kviðlinga Káins
(1945) og Ljóðmæli Jónasar A. Sigurðs-
sonar (1946). Nokkuð hefur Beck og
fengist við sagnaritun, því 1935 ritaði
hann Sögu hins Evangelisk Lúterska
Kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi
(fyrir Sameininguna) og 1942 History
of Grand Forks Deakoness Hospital.
Langmest hefur Beck þó fengist við
bókmenntasögu, enda hóf hann fræða-
feril sinn við Cornell Háskóla með því
að rita meistararitgerð um Byron og
Grím Thomsen og doktorsritgerð um
Milton og Jón Þorláksson. Á hann
hinn mesta sæg af slíkum ritgerðum í
tímaritum, bæði enskum og íslenzk-
um, en eina þeirra gaf hann út í kvers-
formi: Guttormur J. Guttormsson skáld
(1949) til virðingar skáldinu sjötugu.
Þá skrifaði hann þátt um íslenzkar
bókmenntir, austan hafs og vestan, í
History of Scandinavian Literature
(1938) og annan slíkan í Encyclopaedia
°f Literature (1946). En aðalrit Becks
í bókmenntasögu er þó hin nýútkomna
tuikla bók hans um íslenzk skáld 19.
20. aldar: History of Icelandic Poets,
1800-1940 (1950).
Af ræðum hans og ritgerðum er nú
h'ka nýkomið safn Ættland og erfðir
(1950), og í uppsiglingu mun vera bók
um ensku-mælandi fræðimenn, er
sinnt hafa íslenzkum fræðum.
Hér mætti enn nefna helztu sagnrit
og höfunda þeirra. Mætti þar með
telja minningarrit ýmisleg, bæði
byggða og einstakra manna, eða safn-
rit um hermenn, en verður þó sleppt.
Líka verður sleppt að geta um þá
mörgu, sem lagt hafa traustan grund-
völl að landnámssögu landanna vestra
með þáttum sínum í Almanak Ólafs S.
Thorgeirssonar. Aðeins þeirra verður
getið, sem birt hafa bækur um efnið:
Þorleifur Jóakimsson (Jackson) (1847-
1923) reit Brot af landnámssögu Nýja-
Islands (1919) og Frá austri til vesturs.
Framliald af landnámssögu Nýja-ls-
lands (1921). Dóttir hans Thórstína
Jackson (gift listmálaranum Emile
Walters) skrifaði Sögu íslendinga í
North Dakota (1926) allmikið safn.
Árið 1948 var gefin út á ensku og ís-
lenzku Lundar Diamond Jubilee 1887-
1947, þ. e. Saga Álftavatns og Grunna-
vatnsbygða, og 1950 viðbót og framhald
á sömu bók, öll á íslenzku. Um sagnrit
Becks er þegar getið, en langmerkust
rit um sögu Vestur-lslendinga liggja
Jdó eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson, og
verður að þeim vikið síðar.
4. Eins og við var að búast fékk
löngun Vestur-lslendinga til ritstarfa
aðallega útrás í bundnu máli. Skáld-
skapurinn var arfleifð þeirra—bæði
leikra manna og lærðra.
Þó var eigi lítið ritað í lausu máli—
eins og tímaritin bera bezt vitni um—
og það eigi aðeins greinar og huganir,
ræður og fyrirlestrar, heldur líka smá-
sögur, stórar skáldsögur og jafnvel
leikrit. Þess er og að geta, að sumir
höfundar er síðar fluttu heim og urðu