Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 43

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 43
VESTUR-ÍSLENZKIR RITHÖFUNDAR 25 um skáldskap, þótt almenningur hafi gleypt við honum bæði á útlendum málum og í þýðingum. Því ber sízt að neita, að margt gott má segja um þetta vandláta sjónarmið raunsæismannanna, en þó er það vitanlega þröngt, enda ekki langt að fara aftur í tímann til þess að fyrir mönnum verði riddara- sögur og lygisögur (Heljarslóðarorusta hin síðasta sinnar tegundarl), en þær höfðu skemmt íslenzkri alþýðu og haldið henni við bækur svo öldum skifti. En eftir Gröndal má heita, að engir Islendingar austan hafsins hafi skrifað reyfara, nema helzt ef telja rnætti eitthvað af síðari bókum Lax- ness í ætt við þá bókmenntategund. Að Magnús gat látið eftir sér að skrifa þessa bókmenntagerð er sennilega að þakka hinu ameríska umhverfi og á- hrifum frá ensku bókmenntunum (Robert L. Stevenson), þar sem reyfar- ar (Romances) hafa aldrei fengið svo illt orð á sig að Jreir hafi orðið að hverfa bak við tjöldin eins og á Islandi. Árin 1863-5 fóru nokkrir íslendingar af Norðurlandi til Brasilíu, þar sem þeir brátt slitnuðu úr tengslum við heimalandið og hurfu mönnum sjón- um. Magnús tekur sér nú fyrir hend- ur að fylgja fjórum þessara ungu manna, eins og hann skapar sér þá sjálfur, inn í hin suðrænu lönd æfin- týranna. Er og synd að segja að þeir fái sig ekki fullsadda af undrum og stórmerkjum lífsins á þessu rómantíska hmdi innan um svarteygar donnur, bráðlynda og laushenda signora og pól- ttíska glæframenn. Fyrri hluti Brasilíufaranna er sam- anhangandi saga, en síðari hlutinn í þáttum. Er hver þáttur æfintýri í laus- um tengslum við heildina. Mjög svip- aðar þessum þáttum eru allar síðari smásögur Magnúsar, bæði þær, sem enn er ósafnað, og hinar, sem gefnar voru út í söfnunum Vornætur á Elgs- heiðum, Sögur frá Nýja Skotlandi (1910) og Haustkvöld við hafið (1928). Hér eru dularfullir reyfarar (mystery stories) og jafnvel leynilögreglusögur (“Islenzkur Sherlock Holmes”), en langflestar þáttanna eru æfintýri, sem Magnús lætur Islendinga, eina sér, rata í víðsvegar um Vesturálfu heims. En þótt Jnessi æfintýri séu hin marg- víslegustu, þá er söguhetjan, landinn, alltaf samur við sig. Hann er göfugur og raungóður, vandaður til orðs og æðis og alltaf með byrði gnóga þjóðar- metnaðar og tröllatryggð við tungu og erfðir. Þótt þættir þessir séu allir með ósviknum veruleikablæ, þá eru þeir skáldskapur frá rótum, eins og ráða má í af því hve líkir J:>eir eru. Kennarinn Magnús reit þá til þess að vega á móti vanmáttarkennd landa sinna, stappa í þá stálinu. Hvergi er keppikeflum og háfleygum vonum íslenzku útflytjend- anna betur lýst en í þeim. Auk þessara bóka reit Magnús fjölda af sögum stórum og smáum fyr- ir tímarit. Lengst þeirra var reyfar- inn “1 Rauðárdalnum” (Syrpa 1913-22), saga um leit að fólgnum fjársjóði í nágrenni Winnipeg-borgar, en borg- inni sjálfri er lýst þar til nokkurrar hlítar á yngri árum sínum. Fjöldi smá- sagna er í Breiðablikum 1907, Heims- kringlu 1915, Sameiningunni 1917 og Tímariti Þjóðræknisfélagsins 1919-44. Flestar þessar sögur eru Islendinga- þættir af sama tæi og fyrr var lýst. Jóhann Magnús birti margar minn- ingar, kafla úr dagbókum og dánar- minningar vina sinna. Eftir 1913 birti hann yfir 60 æfin- týri hingað og þangað. 1 skáldsögum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.