Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 48
30
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
talistanna. Þess kennir í “Fjóluhvamm-
ur” (skrifað 1931, birt 1941). Hér lætur
hann vestur-íslenzkan milljónera koma
heim eftir mannsaldur til ættjarðar,
móður og konu. En mjög hefur hann
aðra för heim en hinn alltsigrandi óvið-
ráðanlega skemmtilegi Anderson Ein-
ars Kvarans. Hann horfir ekki í að
grafa eftir gulli’ í Fjóluhvamm endur-
minninganna. En í stað gulls kemur
hann niður á eldfjall, sem spýtir hon-
um og bralli hans í loft upp. “Þegar eg
var auðkýfingur” eru æskuminningar
um hátterni maura- og fjárplógsmanna,
hátterni sem hann lærði, strákurinn, en
lagði af síðan, sem slæman barnsvana.
Þegar atómbomban sprakk, sá Jóhannes
í hendi sér, eigi aðeins að allt hold er
hey eins og sú góða bók kennir, heldur
einnig að gullið er ekki annað en grá
aska. 1 “Tákni af himni” lýsir hann því
hvernig yfirbankastjóra þessa kapítal-
iska heims verður við þá uppgötvun.
Annars verður hið síðasta og versta
stríð honum efni í eina litla fantasíu—
er hann kallar “Rakka-rökkur”—urn
endalok þeirra þremenninganna Hitl-
ers, Hirohito og Mussolini. Hitler boð-
ar stríð gegn dýrum og jurtum, en að
því loknu deyja sigurvegararnir úr
hungri. Hann gat ekki séð það fyrir að
Bandaríkin tækju Hirohito og gerðu úr
honum lýðræðis-engil. Heldur ekki hitt
að það virðist nú ætla að falla í skaut
lýðræðisþjóðanna austan og vestan hafs-
ins að svíða jörðina með eitri og plág-
um, eldi, atóm- og helíum-bombum og
svelta síðan í hel. Líklega hefur Drottni
þótt þeir Hitler og Mussolini of góðir
(eða of illir?) til að inna af hendi svo
glæsilegt hervirki.
Meiri alvara af hendi höfundar fylg-
ir Okkar í milli sagt” um afleiðingar
styrjaldarinnar fyrir einstaklingana.
Þótt eg hafi um stund dvalið við á-
deilu Jóhannesar á þjóðfélag og listir,
skyldi enginn ætla að þar væri hann
allur. Hann kann líka að lýsa mönn-
um, sem vakið hafa aðdáun hans. Þann-
ig ber “Álfur á Borg” höfuð og herðar
yfir múginn, eins og Stephan G., sem
Jóhannes líka skrifar merkilega minn-
ingar grein um. “Ása í Sólheimum” er
yndisleg prestskona, mannleg og frjáls-
lynd, og varpar það engum skugga á
hana, þótt bóndi hennar nái hénni
ekki á því sviði. önnur stórmerk
mannlýsing, þótt eigi sé í skáldsögu-
formi er minning “Jóhannesar Magnús-
ar Bjarnasonar skálds” (1944). “Hátt
og lágt” (1947) er falleg jólasaga, þótt
þar kenni beiskju í botninum, en “Orð-
heldni” (1948) er skrifuð til lofs og
dýrðar einum heiðarlegum og hraust-
um Islending, og hefði sjálfur Jóhann
Magnús Bjarnason tæplega gert betur.
1 síðustu sögum sinum “Frá ýmsum
átt'Um” skapar höfundur sér ramma af
"okkur fjórmenningunum”, er segja
hvor öðrum sögur, eins og sjómenn
Williams Morrisar sögðu sögurnar í
Earthly Paradise. Fyrsta sagan bregður
ljósi á kjör “lituðu mannanna” þ. e.
Kínverja og Indíána vestur á Kyrra-
hafsströnd, önnur gerir samanburð á
speki Indverja og Vesturlandabúa, hin
þriðja segir frá lífi eyjarskeggja í
Kyrrahafinu, og afdrifum þeirra, þegar
flóðalda skellur á landi þeirra. 1 öllum
þessum sögum, eins og flestu sem Jó-
hannes hefur ritað er undir niðri menn-
ingargagnrýni á hinum vestræna lieimi
og hugmyndum hans.
Jóhannes P. Pálsson hefur líka skrif-
að Hnausaför mín (1928). Er hún
skopstæling á ferðasögum, sem um skeið
urðu svo algengar í vestanblöðunum
að nærri lá, að sögn, að menn skrifuðu