Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 48

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 48
30 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA talistanna. Þess kennir í “Fjóluhvamm- ur” (skrifað 1931, birt 1941). Hér lætur hann vestur-íslenzkan milljónera koma heim eftir mannsaldur til ættjarðar, móður og konu. En mjög hefur hann aðra för heim en hinn alltsigrandi óvið- ráðanlega skemmtilegi Anderson Ein- ars Kvarans. Hann horfir ekki í að grafa eftir gulli’ í Fjóluhvamm endur- minninganna. En í stað gulls kemur hann niður á eldfjall, sem spýtir hon- um og bralli hans í loft upp. “Þegar eg var auðkýfingur” eru æskuminningar um hátterni maura- og fjárplógsmanna, hátterni sem hann lærði, strákurinn, en lagði af síðan, sem slæman barnsvana. Þegar atómbomban sprakk, sá Jóhannes í hendi sér, eigi aðeins að allt hold er hey eins og sú góða bók kennir, heldur einnig að gullið er ekki annað en grá aska. 1 “Tákni af himni” lýsir hann því hvernig yfirbankastjóra þessa kapítal- iska heims verður við þá uppgötvun. Annars verður hið síðasta og versta stríð honum efni í eina litla fantasíu— er hann kallar “Rakka-rökkur”—urn endalok þeirra þremenninganna Hitl- ers, Hirohito og Mussolini. Hitler boð- ar stríð gegn dýrum og jurtum, en að því loknu deyja sigurvegararnir úr hungri. Hann gat ekki séð það fyrir að Bandaríkin tækju Hirohito og gerðu úr honum lýðræðis-engil. Heldur ekki hitt að það virðist nú ætla að falla í skaut lýðræðisþjóðanna austan og vestan hafs- ins að svíða jörðina með eitri og plág- um, eldi, atóm- og helíum-bombum og svelta síðan í hel. Líklega hefur Drottni þótt þeir Hitler og Mussolini of góðir (eða of illir?) til að inna af hendi svo glæsilegt hervirki. Meiri alvara af hendi höfundar fylg- ir Okkar í milli sagt” um afleiðingar styrjaldarinnar fyrir einstaklingana. Þótt eg hafi um stund dvalið við á- deilu Jóhannesar á þjóðfélag og listir, skyldi enginn ætla að þar væri hann allur. Hann kann líka að lýsa mönn- um, sem vakið hafa aðdáun hans. Þann- ig ber “Álfur á Borg” höfuð og herðar yfir múginn, eins og Stephan G., sem Jóhannes líka skrifar merkilega minn- ingar grein um. “Ása í Sólheimum” er yndisleg prestskona, mannleg og frjáls- lynd, og varpar það engum skugga á hana, þótt bóndi hennar nái hénni ekki á því sviði. önnur stórmerk mannlýsing, þótt eigi sé í skáldsögu- formi er minning “Jóhannesar Magnús- ar Bjarnasonar skálds” (1944). “Hátt og lágt” (1947) er falleg jólasaga, þótt þar kenni beiskju í botninum, en “Orð- heldni” (1948) er skrifuð til lofs og dýrðar einum heiðarlegum og hraust- um Islending, og hefði sjálfur Jóhann Magnús Bjarnason tæplega gert betur. 1 síðustu sögum sinum “Frá ýmsum átt'Um” skapar höfundur sér ramma af "okkur fjórmenningunum”, er segja hvor öðrum sögur, eins og sjómenn Williams Morrisar sögðu sögurnar í Earthly Paradise. Fyrsta sagan bregður ljósi á kjör “lituðu mannanna” þ. e. Kínverja og Indíána vestur á Kyrra- hafsströnd, önnur gerir samanburð á speki Indverja og Vesturlandabúa, hin þriðja segir frá lífi eyjarskeggja í Kyrrahafinu, og afdrifum þeirra, þegar flóðalda skellur á landi þeirra. 1 öllum þessum sögum, eins og flestu sem Jó- hannes hefur ritað er undir niðri menn- ingargagnrýni á hinum vestræna lieimi og hugmyndum hans. Jóhannes P. Pálsson hefur líka skrif- að Hnausaför mín (1928). Er hún skopstæling á ferðasögum, sem um skeið urðu svo algengar í vestanblöðunum að nærri lá, að sögn, að menn skrifuðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.