Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 49
VESTUR-ISLENZKIR RITHÖFUNDAR
31
um för sína á kamarinn, hvað þá annað.
Loks hefur hann skrifað um “Höfð-
ingjann við hafið” (1947), fréttapistil
til að mæra gestrisni Islendings vestur
á Kyrrahafsströnd, en greinin er um
leið skemmtileg mannlýsing.
10. Þótt margt skilji skapferli
þeirra Þorsteins Þ. Þorsteinssonar og
Guðrúnar H. Finnsdóttur þá má skipa
þeim í flokk saman gagnvart þeim
Guttormi og Jóhannesi P. Pálssyni, og
má nokkru hafa valdið um það, að
þau eru bæði uppalin á Islandi, þar
sem þeir Guttormur og Jóhannes
fengu það uppeldi og menntun er þeir
höfðu vestan hafsins. Auk þess eru
þeir Guttormur og Jóhannes symból-
istar, en þau Guðrún og Þorsteinn
fi'ekast impressionistar þó svo að Þor-
steinn hefur meira af lífi og fjöri
framfaramannanna frá aldamótunum,
en Guðrún meira af rómantískri í-
hygli þjóðræknissinnans. Fyrir utan
kvæði Þorsteins liafa þau aðeins ritað
smásögur, ekki leikrit.
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson er þeirra
eldri, fæddur 11. nóvember 1879 í
Svarfaðardal norður. Faðir hans var
hunnur alþýðufræðimaður, en móðir
hans átti ekki langt að sækja til rímna-
skálda í ætt sinni: sonurinn erfði bæði
ftaeðimennsku- og skáldhneigðina.
Hann ólst upp hjá fósturforeldrum,
sem voru honum eins góð og foreldrar.
Hann gekk á Búnaðarskólann á Hól-
Uiu í Hjaltadal (1898-1900), en sumar-
ið 1901 fór hann vestur um haf og sett-
ist að í Winnipeg sem húsamálari. I
Winnipeg hefur hann búið síðan að
undanteknum þrem tímabilum: 1907-
08 var hann í Vancouver, British Col-
unrbia, 0g árin 1920-21, 1933-37 var
hann heima á Islandi.
Listamaðurinn hefur ávallt verið
sterkur í Þorsteini, og ekki við eina
fjöl feldur. Er ekki ólíklegt að hann
hefði heldur kosið að verða listmálari
en húsamálari, ef hann hefði mátt
ráða. Liggja eítir hann andlitsmyndir
með flúruðum borðum, auk kápu-
skrautsins á Tímaritinu og Sögu, og
sennilega margt fleira, þótt mér sé ó-
kunnugt. En í flúri sínu kippir hon-
um nokkuð í kyn til Gröndals og gæti
þúsund ára hátíðar spjald Gröndals
hafa hleypt honum af stað. 1 ljóðum
sínum hefur hann og gaman af því að
glíma við margbreytta hætti, meðal
þeirra sonnettur, og kallar hann þær
sónhætti.
Auk tveggja kvæðabóka gaf Þor-
steinn út bókmenntatímaritin Fíflar I-
II (1914-19) og Sögu (1925-30) en í þeim
einkum Sögu, er flest samankomið af
kvæðum hans, smásögum og rissi.
Nokkrar smásögur hefur hann líka
skrifað fyrir Heimi og Tímarit Þjóð-
ræknisfélagsins, frá “Tónsnillingnum”
í fyrsta árgangi (1919) til “Hrossa-
brestsins” 1942, en sú er einhver hin
fyndnasta smásaga hans.
Heima á Islandi gaf hann út sögu-
syrpuna Kossar (1934), er stendur á
takmörkum sögu og riss, og skrifaði tvö
sagnfræðileg rit: Vestmenn. Útvarps-
erindi um landnám íslendinga í Vest-
urheimi (1935) og Æfintýrið frá íslandi
til Brasilíu (1937-38); mátti heita að
hann flytti Vestur-íslendinga heim til
ættjarðarinnar í þessum tveim bókum.
Er hin fyrri ágætir fyrirlestrar um
landnám Islendinga í Norður-Ame-
ríku, en hin síðari mjög nákvæm saga
hinna fámennu Brasilíufara. Báðar
bækur urðu skjótt vinsælar beggja
vegna hafsins. I Winnipeg þótti Þjóð-
ræknisfélaginu sem Þorsteinn væri