Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 49

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 49
VESTUR-ISLENZKIR RITHÖFUNDAR 31 um för sína á kamarinn, hvað þá annað. Loks hefur hann skrifað um “Höfð- ingjann við hafið” (1947), fréttapistil til að mæra gestrisni Islendings vestur á Kyrrahafsströnd, en greinin er um leið skemmtileg mannlýsing. 10. Þótt margt skilji skapferli þeirra Þorsteins Þ. Þorsteinssonar og Guðrúnar H. Finnsdóttur þá má skipa þeim í flokk saman gagnvart þeim Guttormi og Jóhannesi P. Pálssyni, og má nokkru hafa valdið um það, að þau eru bæði uppalin á Islandi, þar sem þeir Guttormur og Jóhannes fengu það uppeldi og menntun er þeir höfðu vestan hafsins. Auk þess eru þeir Guttormur og Jóhannes symból- istar, en þau Guðrún og Þorsteinn fi'ekast impressionistar þó svo að Þor- steinn hefur meira af lífi og fjöri framfaramannanna frá aldamótunum, en Guðrún meira af rómantískri í- hygli þjóðræknissinnans. Fyrir utan kvæði Þorsteins liafa þau aðeins ritað smásögur, ekki leikrit. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson er þeirra eldri, fæddur 11. nóvember 1879 í Svarfaðardal norður. Faðir hans var hunnur alþýðufræðimaður, en móðir hans átti ekki langt að sækja til rímna- skálda í ætt sinni: sonurinn erfði bæði ftaeðimennsku- og skáldhneigðina. Hann ólst upp hjá fósturforeldrum, sem voru honum eins góð og foreldrar. Hann gekk á Búnaðarskólann á Hól- Uiu í Hjaltadal (1898-1900), en sumar- ið 1901 fór hann vestur um haf og sett- ist að í Winnipeg sem húsamálari. I Winnipeg hefur hann búið síðan að undanteknum þrem tímabilum: 1907- 08 var hann í Vancouver, British Col- unrbia, 0g árin 1920-21, 1933-37 var hann heima á Islandi. Listamaðurinn hefur ávallt verið sterkur í Þorsteini, og ekki við eina fjöl feldur. Er ekki ólíklegt að hann hefði heldur kosið að verða listmálari en húsamálari, ef hann hefði mátt ráða. Liggja eítir hann andlitsmyndir með flúruðum borðum, auk kápu- skrautsins á Tímaritinu og Sögu, og sennilega margt fleira, þótt mér sé ó- kunnugt. En í flúri sínu kippir hon- um nokkuð í kyn til Gröndals og gæti þúsund ára hátíðar spjald Gröndals hafa hleypt honum af stað. 1 ljóðum sínum hefur hann og gaman af því að glíma við margbreytta hætti, meðal þeirra sonnettur, og kallar hann þær sónhætti. Auk tveggja kvæðabóka gaf Þor- steinn út bókmenntatímaritin Fíflar I- II (1914-19) og Sögu (1925-30) en í þeim einkum Sögu, er flest samankomið af kvæðum hans, smásögum og rissi. Nokkrar smásögur hefur hann líka skrifað fyrir Heimi og Tímarit Þjóð- ræknisfélagsins, frá “Tónsnillingnum” í fyrsta árgangi (1919) til “Hrossa- brestsins” 1942, en sú er einhver hin fyndnasta smásaga hans. Heima á Islandi gaf hann út sögu- syrpuna Kossar (1934), er stendur á takmörkum sögu og riss, og skrifaði tvö sagnfræðileg rit: Vestmenn. Útvarps- erindi um landnám íslendinga í Vest- urheimi (1935) og Æfintýrið frá íslandi til Brasilíu (1937-38); mátti heita að hann flytti Vestur-íslendinga heim til ættjarðarinnar í þessum tveim bókum. Er hin fyrri ágætir fyrirlestrar um landnám Islendinga í Norður-Ame- ríku, en hin síðari mjög nákvæm saga hinna fámennu Brasilíufara. Báðar bækur urðu skjótt vinsælar beggja vegna hafsins. I Winnipeg þótti Þjóð- ræknisfélaginu sem Þorsteinn væri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.