Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 51

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 51
VESTUR-ISLENZKIR RITHÖFUNDAR 33 Tímariti Þjóðræknisfélagsins og Heims- kringlu. Fám árum áður en hún dó stofnaði hún með öðrum tímaritið Brautin (1944) var meðritstýra þess og skrifaði fyrir það. En hún varð bráð- kvödd á heimili sínu 25. mars 1946. Snemma mun Guðrúnu hafa dreymt um að skrifa sögur, en tækifærið kom ekki fyrr en seint, eftir að börnin voru komin upp. Sú mun orsök til þess að sögur hennar gerast flestallar vestra en á hinn bóginn er sjónarmið hennar ílestum fremur sjónarmið innflytjand- ans með allar rætur rammfastar í heimalandinu. Þetta er ekki svo að skilja að hún sé óbilgjörn í dómum um fósturlandið, þvert á móti, hún ann því líka og finnur skyldu sína að fórna lífi og blóði á ölturum þess. Er þetta efni fyrstu sögu hennar “Lands- skuld” (1920). En henni geta ekki dul- izt hin kröppu kaup innflytjandans. “Æfilaun útlendingsins eru oftast rýr, og ávallt hin sömu: Honum er gefið land að vísu, en hann gefur í staðinn alla æfina, heilsuna, og alla starfskraft- ana. Já, landið tekur hann sjálfan, lík- ama og sál, og börnin hans í þúsund liðu,” — eins og hún segir í sögunni “Fýkur í sporin.” Þessi óflýjanlegu ör- lög innflytjandans liggja henni sífellt á hjarta, og ljá sögum hennar þunga °g dýpt. Má til dæmis nefna sögurnar “ Jólagjöfin” (1924) og “Utangarðs” (1938), en þótt sú saga sé seint prent- l|ð, þá er hún skrifuð úr gömlum drög- um og líklegust til þess að geyma hug- blæ höfundar frá fyrstu árunum vestra. Þótt örlög innflytjandanna séu aðal- efnið í smásagnasafninu Hillingalönd (1938) er ekki þar með sagt að ekki hittist þar mörg tilbrigði úr lífi land- auna. Lítið álit skáldkonunnar á sum- um kirkjumálum landa vestra er hag- anlega fellt í þjóðsöguna “Skriflabúð- in” (1923) er annars minnir á æfintýri Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar. Fyrir- litning hennar á hræsni almannaróms og aðdáun hennar á sjálfsfórn, hvers konar, kernur vel fram í tveirn sögum um fráskilda konu: “Á vegamótum” (1930) og “Enginn lifir sjálfum sér” (1938). Islenzk hreinskilni er lögð á vog gegn hinni sléttu almennu borg- arakurteisi í “Bálför” (1937). 1 “Land- skuld” (1920) sýnir hún hinn sára klofning landa um heimsstyrjöldina fyrri. Þar voru eigi aðeins menn fúsir til að berjast fyrir Canada og til þess að vernda heiður Islendinga í Canada, heldur líka íslenzkir friðarvinir, með Stephan G. framarlega í flokki, sem heldur vildu þola skömm og skaða, en að ganga móti sannfæringu sinni í hinn ílla leik, enda áttu þeir ofsókn vísa af hinum þjóðræknu styrjaldar- sinnum, sem vitanlega liöfðu eigi að- eins orðið, heldur líka tögl og hagldir í þjóðfélaginu. I “Stríðsskuldir” (1931) lýsir hún auðnulitlu hlutskifti hinna heimkomnu hermanna. I harmsögunni “Rödd hrópandans” (1935) lofar skáld- konan menningarvilja landa sinna. “Bæjarprýðin” (1938) er eina kýmni- sagan í safninu og eina sagan sem urn framfarir fjallar—og þó framfarir sem vita í menningarátt. Eftir Hillingalönd birti skáldkonan níu sögur í sömu tímaritum og voru þær allar, auk þriggja annara er hún átti í fórum sínum, birtar í Dagshríðar spor (1946) að henni látinni af manni hennar. Margar þessar sögur voru í minningaformi, en allar með sama sterka höfundarmarkinu brenndar. I “Draumi” (1937) rennir skáldkon- an hugargöndum heim til Islands, draumalands útflytjandans. 1 öðrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.