Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Qupperneq 51
VESTUR-ISLENZKIR RITHÖFUNDAR
33
Tímariti Þjóðræknisfélagsins og Heims-
kringlu. Fám árum áður en hún dó
stofnaði hún með öðrum tímaritið
Brautin (1944) var meðritstýra þess og
skrifaði fyrir það. En hún varð bráð-
kvödd á heimili sínu 25. mars 1946.
Snemma mun Guðrúnu hafa dreymt
um að skrifa sögur, en tækifærið kom
ekki fyrr en seint, eftir að börnin voru
komin upp. Sú mun orsök til þess að
sögur hennar gerast flestallar vestra
en á hinn bóginn er sjónarmið hennar
ílestum fremur sjónarmið innflytjand-
ans með allar rætur rammfastar í
heimalandinu. Þetta er ekki svo að
skilja að hún sé óbilgjörn í dómum
um fósturlandið, þvert á móti, hún
ann því líka og finnur skyldu sína að
fórna lífi og blóði á ölturum þess. Er
þetta efni fyrstu sögu hennar “Lands-
skuld” (1920). En henni geta ekki dul-
izt hin kröppu kaup innflytjandans.
“Æfilaun útlendingsins eru oftast rýr,
og ávallt hin sömu: Honum er gefið
land að vísu, en hann gefur í staðinn
alla æfina, heilsuna, og alla starfskraft-
ana. Já, landið tekur hann sjálfan, lík-
ama og sál, og börnin hans í þúsund
liðu,” — eins og hún segir í sögunni
“Fýkur í sporin.” Þessi óflýjanlegu ör-
lög innflytjandans liggja henni sífellt
á hjarta, og ljá sögum hennar þunga
°g dýpt. Má til dæmis nefna sögurnar
“ Jólagjöfin” (1924) og “Utangarðs”
(1938), en þótt sú saga sé seint prent-
l|ð, þá er hún skrifuð úr gömlum drög-
um og líklegust til þess að geyma hug-
blæ höfundar frá fyrstu árunum vestra.
Þótt örlög innflytjandanna séu aðal-
efnið í smásagnasafninu Hillingalönd
(1938) er ekki þar með sagt að ekki
hittist þar mörg tilbrigði úr lífi land-
auna. Lítið álit skáldkonunnar á sum-
um kirkjumálum landa vestra er hag-
anlega fellt í þjóðsöguna “Skriflabúð-
in” (1923) er annars minnir á æfintýri
Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar. Fyrir-
litning hennar á hræsni almannaróms
og aðdáun hennar á sjálfsfórn, hvers
konar, kernur vel fram í tveirn sögum
um fráskilda konu: “Á vegamótum”
(1930) og “Enginn lifir sjálfum sér”
(1938). Islenzk hreinskilni er lögð á
vog gegn hinni sléttu almennu borg-
arakurteisi í “Bálför” (1937). 1 “Land-
skuld” (1920) sýnir hún hinn sára
klofning landa um heimsstyrjöldina
fyrri. Þar voru eigi aðeins menn fúsir
til að berjast fyrir Canada og til þess
að vernda heiður Islendinga í Canada,
heldur líka íslenzkir friðarvinir, með
Stephan G. framarlega í flokki, sem
heldur vildu þola skömm og skaða, en
að ganga móti sannfæringu sinni í
hinn ílla leik, enda áttu þeir ofsókn
vísa af hinum þjóðræknu styrjaldar-
sinnum, sem vitanlega liöfðu eigi að-
eins orðið, heldur líka tögl og hagldir
í þjóðfélaginu. I “Stríðsskuldir” (1931)
lýsir hún auðnulitlu hlutskifti hinna
heimkomnu hermanna. I harmsögunni
“Rödd hrópandans” (1935) lofar skáld-
konan menningarvilja landa sinna.
“Bæjarprýðin” (1938) er eina kýmni-
sagan í safninu og eina sagan sem urn
framfarir fjallar—og þó framfarir sem
vita í menningarátt.
Eftir Hillingalönd birti skáldkonan
níu sögur í sömu tímaritum og voru
þær allar, auk þriggja annara er hún
átti í fórum sínum, birtar í Dagshríðar
spor (1946) að henni látinni af manni
hennar. Margar þessar sögur voru í
minningaformi, en allar með sama
sterka höfundarmarkinu brenndar.
I “Draumi” (1937) rennir skáldkon-
an hugargöndum heim til Islands,
draumalands útflytjandans. 1 öðrum