Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Qupperneq 55
VESTUR-ÍSLENZKIR RITHÖFUNDAR
S7
höfðu sjálfir fugl af landi fornsagn-
anna. Enda er bókin tæplega með
betri verkum hennar.
The Dove (1933) er mjög spennandi
reyfari og betri en Lávarður Silfur-
drekans. Dúfan er stúlka frá Vest-
mannaeyjum, sem lendir í klóm Tyrkja
og er færð suður til Algier í Tyrkja-
ráninu 1627. Lendir hún þar í hinum
mestu æfintýrum. 1 hæfileika hennar
til að umgangast alla hleypidóma, og
óttalaus er ekki ólíkt að leynist eitt-
hvað af eðli skáldkonunnar sjálfrar.
Eftir Dúfuna skrifaði Lára aðra
beztu skáldsögu sína The Dark
Weaver 1937. Fyrir hana vann hún
eigi aðeins verðlaun Landsstjórans í
Canada fyrir skáldsögu (1937), heldur
einnig gullpening frá Paris Institute of
Arts and Sciences 1938.
Þessa skáldsögu má kalla tilbrigði
af fyrstu bók hennar. Það er Canadisk
hetjusaga, en stærri í sniðum. Eins og
t Víkingshjartanu hefur hún sögu inn-
flytjendanna austan hafsins og kynnir
oss fólk af ýmsum stéttum og ýmsum
löndum, þótt Norðurlandamenn skipi
forrými í bókinni. Hún fylgir hverjum
manni úr heimkynnum sínum vestur
um haf og setur þá niður á Vestur-
Canadisku sléttunni. Þar hrærir hún
þeim saman í þjóðpottinum, en úr
þeirri Vestur-Canadisku deiglu rís
Uuga kynslóðin sterk og fögur, Can-
adamenn. Og þessir ungu sterku Can-
adamenn kasta sér í heimsstyrjöldina
fyrstu og græða á henni dyrkeypta
reynslu og gnótt harmsagna.
Eftir tindilfættan reyfara, Black Lace
(1938), sem gerist á Frakklandi á dög-
um Loðvíks fjórtánda, sneri skáldkon-
an enn aftur til veruleika sléttunnar
°g skrifaði nú Confessions of an Im-
nrigrant’s Daughter (1939) góða sjálfs-
æfisögu og skemmtilega—frá því hún
fyrst mundi til sín og þar til hún “sló
í gegn” með fyrstu bók sinni.
Lára er mikill málari í orðum og
reynir ávallt að sníða sér stakk eftir
vexti og stíl við efni—og tekst það oft
vel. Ef að skyldi fundið rithætti henn-
ar, þá væri það helst, að henni hætti til
að falla í erfðasynd kynsystra sinna og
gerast heldur fjölorð. I reyfurum sín-
um hefur henni vafalaust skjátlast í
sögulegum smámunum og sögulegu
andrúmslofti. Jafnvel mestu meistarar
sögulegra skáldsagna sigla aldrei fyrir
öll sker í þeim efnum. Aftur á móti
bregzt henni sjaldan að klæða persón-
ur sínar holdi og blóði og leggja þeim
mannlegt hjarta í brjóst. Hin víðtæka
reynsla hennar hefur gætt hana samúð
með, jafnvel ást á hinu margvíslega oft
einkennilega fólki, sem fyllir bækur
hennar. Og ekki skortir mannlega
kýmileiki og harmleiki í bókum henn-
ar um innflytjendurna. En jafnvel
svörtustu harmleikir hennar bera við
gullið sólsetur sléttunnar endalausu.
Og hin rómantíska skáldkona getur
ekki að sér gert að sjá lífið sigrandi að
leikslokum. I þessu efni er hún eigi
aðeins ólík Rölvaag hinum Norsk-Am-
eríkaska risa á Dakota sléttunum,
heldur einnig ólík höfundum Islend-
ingasagnanna, forfeðrum sínum. Og
þessvegna er hún heldur ekki jafnoki
þessara miklu harmleikaskálda að
styrk og krafti. Þeirra guð er ávallt í
storminum, hennar í hinum blíðari
blæ.
15. Að sjálfsögðu eru þeir miklu
fleiri, Vestur-lslendingar, en hér eru
taldir, sem ritað hafa ensku í lausu
máli—og sennilega margir, sem mér er
alveg ókunnugt um.