Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 58

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 58
40 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA inni íslenzku i Manitoba, og lést þar 1903. Hann var faðir skáldkonunnar Jakobínu Johnson. Sigurbjörn var maður sjálfmentaður og orðinn miðaldra, er hann fór af Is- landi, og er því, eins og vænta mátti, alþýðuskáld í húð og hár, um efnisval, anda og bragfimi. Mörg af kvæðum hans voru ort heima á ættjörðinni, enda var hann víðkunnur orðinn fyrir hagmælsku sína og kvæðagerð, er hann livarf af landi burt; önnur kvæði hans eru frá seinni árum hans vestan hafs. Stórt úrval þeirra kom út í Ljóðmæl- um (Winnipeg, 1902), að miklu leyti tækifæriskvæði af ýmsu tagi; að góðum og gömlum íslenzkum sið er þar að finna mörg Ijóðabréf og hestavísur, og sæg af ferskeytlum, og nær skáldið sér þar oft bezt niðri, eins og títt er um snjalla hagyrðinga. En sum lýsa kvæði hans og lausavísur frumbyggjalífinu í Canada. Af persónulegum kvæðum kveður mest að upphafskvæðinu í bók- inni, “Til landa minna”, og ekki síst fyrir það, hve liispurslaus lýsing það er á lífi skáldsins og andvígum kjörum. 2. Sigurður Jón Jóhannesson (frá Mánaskál í Laxárdal) var fæddur að Marbæli í óslandshlíð í Skagafirði 25. nóvember, 1841, en kom vestur um haf til Canada í stórhópnum fyrsta 1873; var landnámsmaður í Marklandi og í Ontario, en kom til Winnipeg 1882; einn af stofnendum vikublaðs- ins Lögberg 1888. Hann lést í Winni- peg 13. janúar 1923. Sigurður gaf út allmörg ljóðasöfn, meðal annars Ljóðmæli (Winnipeg, 1897) og Nokkur ljóðmæli forn og ný (Winnipeg, 1915), og var, eins og Þor- steinn Þ. Þorsteinsson segir réttilega í Sögu Islendinga í Vesturheimi (II. bindi, bls. 166), “lipurt alþýðuskáld hins eldra stíls”. Ennfremur telur Þor- steinn hann verið liafa “óefað eitt allra vinsælasta skáldið hjá þorra manna vestan hafs fram yfir aldamót.” Að dæmi hinna eldri skálda íslenzkra orti Sigurður margt ættjarðarkvæða, árs- tíðakvæða og annarra tækifæriskvæða, kvæði sögulegs efnis, erfiljóð og lausa- vísur. Má vafalaust telja kvæðið “Skipaskaðinn á Skagaströnd” meðal beztu kvæða hans, en það er bæði vel ort og góð atburðarlýsing. Af öðrum skáldum hinnar eldri kyn- slóðar, er ortu í anda hinnar þjóðlegu íslenzku skáldskaparstefnu, skulu nú nokkur talin. Eyjólfur Eyjólfsson Wíum (1855-1931) á það skilið, að hans sé sérstaklega getið fyrir hið stórbrotna og hjartaheita ættjarðarkvæði hans, “Minni Islands”, fornt í anda og ramm- íslenzkt að málfari og bragarhætti. Baldvin Halldórsson (1861-1934) var snillingur í ferskeytlugerð, en mörg önnur vestur-íslenzk skáld hafa verið ferhendusmiðir góðir. Rímurnar hafa átt sinn fulltrúa þar sem Nikulás Otten- son (f. 1867) er, en hann hefir í Minni Nýja Islands (1934) bókfest í hinum forna rímnastíl nöfn íslenzkra for- manna í Nýja Islandi, er voru fyllilega drápunnar verðir; miklu meira er þó sagnfræðilegt gildi þeirrar bókar held- ur en hið bókmentalega gildi hennar. Af skáldkonum frá landnámstímabil- inu má sérstaklega nefna Helgu S. Baldvinsdóttur (1858-1941), er orti und- ir nafninu “Úndína”, kvæði hennar, sem birtust í véstur-íslenzkum blöðunr og tímaritum og vöktu verðuga athygh, eru hugnæm og með sterkum persónu- legum blæ.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.