Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 59
VESTUR-ISLENZK LJÓÐSKÁLD
41
3. Stephan G. Stephansson var fædd-
ur 3. okt. 1853 á Kirkjuhóli í Skaga-
íirði, en bæði kotið, þar sem skáldið
fæddist, og hin kotin tvö í nágrenninu,
þar sem hann ólst upp, eru nú komin í
eyði. Síðustu þrjú ár sín á Islandi var
Stephan vinnumaður í Mjóadal, efsta
bæ í Bárðardal. Foreldrar hans, þó fá-
tæk væru, voru bæði “vel greirid og
hneigð til mennta” (S. Nordal). Bók-
menntahneigð og áberandi skáldskap-
argáfa voru einnig í ættum skáldsins.
Sumarið 1873, nítján ára að aldrei,
fluttist Stephan vestur um haf með for-
eldrum sínum og öðru ættfólki. Þrisvar
sinnum nam hann land vestra; fyrst í
Shawano County í Wisconsin 1874,
þvínæst í Garðarbyggð í Norður-Dakota
1880, og loks 1889, er hann staðfestist í
islenzku byggðinni í Alberta, skammt
frá Markerville. Háði hann þar harða
og langa brautryðjenda-baráttu, en tók
jafnframt sinn fulla þátt í félags- og
nienningarlífi byggðar sinnar og lagði
sinn drjúga skerf til þróunar hennar
og þrifa. Og þar lést hann, nær hálf-
áttræður, 19. ágúst 1927.
Eins og kvæði hans bera órækt vitni,
festi Stephan djúpar rætur í nýbyggð-
inni sinni og hefir lýst fegurð hennar í
öllunr blæbrigðum árstíðanna á ógleym-
anlegan hátt í sumum fegurstu og and-
Ukustu kvæðurn sínum.
Kornungur byrjaði hann að yrkja;
elztu kvæðin í Andvökum eru frá 1868-
69, en fyrsta prentað kvæði hans, kveðja
til fslands, birtist í Norðanfara á Akur-
eyri 1873. Eftir 1890 fóru kvæði hans að
hirtast reglulega í íslenzkum blöðum og
tirnaritum vestan hafs. Fyrsta kvæða-
safn hans, Úti á víðavangi (sérprentun
hr öldinni) kom út í Winnipeg 1894.
hessar eru aðrar kvæðabækur hans: Á
ferð og flugi (Reykjavík, 1900), And-
vökur, I-III (Reykjavík, 1909-10), Kol-
beinslag (Winnipeg, 1914), Heimleiðis
(Reykjavík, 1917), Vígslóði (Reykjavík,
1920), Andvökur, IV-V (Winnipeg,
1923) og Andvökur VI (Reykjavík,
1938), með formála eftir séra Rögnvald
Pétursson. Tvisvar hafa kvæði Steph-
ans einnig komið út í úrvali: Andvökur
(Úrval, Reykjavík, 1938), mikið safn,
gefið út með ítarlegum og snjöllum
inngangi um skáldið eftir dr. Sigurð
Nordal, og Úrvalsljóð (Reykjavík,
1948), sem skáldkonan Hulda bjó til
prentunar. Hins mikla og merka safns
Bréfa og ritgerða skáldsins (Reykjavík,
1938-48) er sérstaklega getið í ritgerð-
inni urn vestur-íslenzk skáld í óbundnu
máli.
Þó að hann yrði að vinna hörðum
höndum bóndans alla daga fyrir sér og
sínum og heyja óvæga baráttu frum-
býlingsins, varð Stephan eigi aðeins
einn af allra afkastamestu, heldur einn-
ig einn af mestu skáldum Islands að
fornu og nýju. Þegar litið er á lífskjör
hans, sæta bókmentaleg afrek hans
hreinni furðu; þau bera vitni frábærri
snilligáfu, ódrepandi sköpunarþörf, og
óþreytandi trúnaði við skáldlistina. —
Heitið sjálft á kvæðasafni hans, And-
vökur, sem samtals eru fullar 1800 lbs.
að stærð, segir sína sögu. Á andvöku-
nóttum, rneðan aðrir nutu svefns og
hvíldar, orti skáldið ljóð sín, eða festi
á blað þau, sem fæðst höfðu í önnum
dagsins. Kvæði hans voru, eins og hann
segir í einu bréfa sinna, “Fæst fædd að
degi til”, heldur eftir miðnætti. Það
dásamlega er, að skapandi skáldgáfa
hans og ljóðþörf efldust í glímunni
við hin andvígu kjör, fremur en hið
gagnstæða.
Feikileg afkastasemi Stephans í Ijóða-
gerðinni var þó eigi hið undrunarverð-