Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 63
VESTUR-ISLENZK LJÓÐSKÁLD 45
mættu róttækar trúarskoðanir hans
mótspyrnu ýmsra þeirra, er öðrum
augum litu á þau mál, og gerðu hann
óvinsælan í þeirra hópi; en hann hvik-
aði ekki frá sannfæringu sinni.
1 kvæðinu “Eloi lamma sabakhtani
er snúið upp annarri jákvæðari hlið á
lífsskoðun hans. Sannleiksást hans,
djúpur skilningur á kenningunr Meist-
arans frá Nazaret, og hugsjónaást
skáldsins lýsa sér þar fagurlega og hita
lesandanum um hjartarætur. 1 þeirri
trú á framtíðina og á lokasigur sann-
leikans, sem á djúpstæðan hátt kenrur
í kvæðum lians “Kveld” og “Martius
einu af hinum nriklu kvæðum hans frá
síðari árunr, lifði hann og starfaði til
daganna enda.
Frumleiki, kjarnmikið málfar og
þróttmikil hugsun, samfara djúpunr
undirstraumi tilfinninganna, oft eins
og falinn eldur, eru grundvallarein-
kenni kvæða Stephans; en hann gat
líka leikið yndislega á ljóðræna
strengi, eins og kvæðinu “Við verkalok ,
sem er bæði leikandi létt og blæmilt.
Eigi að síður eru kvæði hans ósjaldan,
eins og hann viðurkenndi sjálfur,
hrjúf að formi og þung í vöfum, bæði
vegna þess, að hann lætur sér annast
um hugsun og frunrleik, og vegna hins,
að honunr gafst eigi tónr til að fága
þau. Samtímis eru bragarhættir hans
urjög fjölbreyttir og sambærilegir við
víðfeðmi yrkisefna hans. Vald hans á
íslenzkri tungu og málkyngi eru undr-
unarverð. Myrk hafa kvæði hans ver-
ið talin, eins og kunnugt er; um það
skal eigi þráttað. Hitt mun satt vera,
að ljóðagull hans liggur ekki altaf
laust fyrir. Grafa verður til þess, en
löngum er þar góðmálmur í jörðu.
Stephan var mikill landnemi í ríki
andans eigi síður en í nýbyggðunum
vestan hafs. Með nýyrðum, nýjum
bragarháttum, og víðtækri meðferð
nýrra yrkisefna, hefir hann stórum
auðgað íslenzka tungu og bókmenntir.
Honum var hinn auðugi íslenzki
menningararfur í blóð borinn, og
gæddur frábærri skáldskapargáfu, en
jafnframt þroskaðist hann í nýju um-
hverfi og víðlendari menningarheimi.
Fyrir það er skáldskapur hans bæði
stórbrotnari og fjölskrúðugri; hann ber
aðalsmark algildisins.
Stephan er eigi aðeins eitt af mestu
skáldum íslenzkum, heldur einnig svo
að eigi sé of djúpt tekið í árinni, eitt
af mestu skáldum Canada; rneira að
segja telur Prófessor Watson Kirkcon-
nell hann liöfuðskáld Canada, og Próf-
essor F. S. Cawley við Harvard háskóla
gekk svo langt, að hann kallar hann
“Mesta skáld Vesturheims”, og telur
hann hiklaust “meiri en Poe, Whitman
og jafnvel Emerson”. Bæta má því við,
að báðir þessir fræðimenn höfðu lesið
kvæði skáldsins á frummálinu.
Hvað sem því líður, þá fær enginn
lesið kvæði Stephans með athygli og
innsýn, að honum verði eigi ljós mikil-
leiki mannsins, sem að baki þeirra
stendur, eigi síður en skáldsins. Hann
er, eins og Cawley prófessor lagði rétti-
lega áherzlu á í ritgerð sinni um liann,
einstætt og eggjandi dæmi þess,
hvernig andi mannsins, þegar hann rís
hæs.t, getur sigrast á hinum andvígustu
ævikjörum.
4. Kristinn Stefánsson var fæddur
9. júlí 1856 að Egilsá í Norðurárdal í
Skagafj arðarsýslu, kominn af góðum
bændaættum. Var í liinum stóra hóp
vesturfara af Norðurlandi sumarið
1873. Eftir að hafa staðnæmst í Ont-
ario, fluttist hann til Winnipeg 1881