Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 67
VESTUR-ÍSLENZK LJ6ÐSKÁLD
49
hann óvenjulega fróðleikshneigður,
hugur hans sí-leitandi.
Aðeins ein kvæðabók kom á prent
eftir Þorskabít: Nokkur ljóðmæli
(Winnipeg, 1914), en síðar birtust
mörg ágætiskvæði hans, rneðal þeirra
langt og merkilegt kvæði um Bólu-
Hjálmar, í vestur-íslenzkum blöðum
og tímaritum.
Hjá Þorskabít fóru saman rímsnilld
og málsnilld, mælska og andríki, þeg-
ar honum tekst upp. Samlíkingar hans
eru snjallar; hann bregður upp meitl-
uðum myndum og litauðugum, t. d. í
ættjarðarkvæðum eins og “fslandi , er
öndvegið skipar í ljóðasafni hans.
Söm er bragfimin og mælskan í “Minni
Borgarfjarðar”, hugstæðra æskustöðva
hans, og í tilþrifamikilli lýsingu hans
á Eiríksjökli, sem gnæfir þar yfir sveit
1 hrikafegurð sinni. Þorskabítur var
vel að sér í sögu fslands og þjóðlegum
fraeðum, og inn í náttúrulýsingar sínar
fléttar hann svipmyndir sögulegra við
burða.
Myndauðgi skáldsins og tilfinninga-
dýpt koma einnig fram í þýðum vor-
kvæðum hans. Hann unni hinni ytri
uáttúru bæði á hauðri og hafi, og fann
í ríki hennar svölun þreyttri sál sinni
°g endurnýjaðan andans þrótt.
Sár vonbrigði og fátækt höfðu orðið
hlutskipti hans í lífinu, og þegar hann
utinntist hinna mörgu, sem sátu
hnepptir í álög sömu lífskjara, brutust
réttlætistilfinning hans og mannúð
fram í kröftugum ádeilum. Hann var
* þeim skilningi, andlega í ætt við Þor-
stein Erlingsson; báðir voru þeir ein-
hregnir jafnaðarmenn. En um kjarn-
uiiklar og markvissar háðvísur svipar
Borskabít til Steingríms Thorsteins-
sonar, er hann dáði mikið. Eigi tók
hann mýkri höndum á göllum og
heimshyggju í kirkju- og trúarlífinu
en á meinum þjóðfélagsskipulagsins,
og fór sínar eigin götur í trúarefnum.
Hinsvegar er djúp lotning hans fyrir
Meistaranum frá Nazaret og bræðra-
lagskenningu hans ljósu letri skráð í
kvæði skáldsins “Fjallræðan”, frá efri
árum hans. Annarsstaðar í kvæðum
hans, einkum í “Lofsöngur heiðingj-
ans”, er algyðistrú hans færð í glæsi-
legan búning.
Af hinum mörgu og misjöfnu tæki-
færiskvæðum Þorskabíts kveður mest
að kvæði hans um Bólu-Hjálmar, sem
er hreimmikið, þrungið að hugsun og
samúðarríkum skilningi.
Kvæði Þorskabíts eru rannníslenzk í
anda og kennir þar varla nokkurra er-
lendra áhrifa. Hann er grein á sama
meiði og eldri íslenzk skáld sinnar tíð-
ar, bæði alþýðuskáldin og lærðu þjóð-
skáldin, enda var ást hans á íslandi og
íslenzkri menningu grunntónn í ljóð-
um hans.
8. Kristján N. Júlíus (K. N.) var
fæddur á Akureyri 7. apríl 1860, sonur
Jóns Jónssonar járnsmiðs. Skáldablóð
rann honum í æðum í báðar ættir. Jón
faðir lians, bróðursonur Níelsar skálda,
var skáldmæltur, og Þórunn móðir K.
N. var eigi fjarskyld Jónasi Hallgríms-
syni. Æskuminningarnar um “fagran
Eyjafjörð” urðu K. N. hugstæðar mjög,
eins og sjá má víða vott í kveðskap
hans. Hann fór til Vesturheims
snemma á landnámstíð, árið 1878, átti
fyrst heima í Winnipeg, síðan um
nokkur ár í Duluth, en seinni helming
ævinnar átti hann aðsetur við Eyford
í íslenzku byggðinni í N. Dakota, og
varð honum sú fagra og söguríka byggð
harla kær, eins og einnig má sjá næg
merki í vísum hans og kvæðum.