Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 68
50
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÆLAGS ISLENDINGA
Bæði um efni og málfar endurspegl-
ar kveðskapur hans umhverfi það, sem
hann “lifði og hrærðist í” áratugum
saman. Æfilangt vann hann fyrir sér
með erfiðisvinnu, bændavinnu og öðru
slíku, og vitna kvæði hans og vísur um
náin kynni hans af hveiti-þreskingu og
annari akuryrkju. Þau bera því einnig
vitni live mikið hann hafði - haft við
búpening sarnan að sælda um dagana,
kýrnar og fjósið eru eftirlætis yrkisefni
hans, hvort heldur er í gamni eða
kyndugum heimspekilegum athuga-
semdum. Því að honum var sú fágæta
list lagin, að geta fært hin hversdags-
legustu og að því virtist auðvirðileg-
ustu viðfangsefni í búning snjallra
háðvísna eða alvarlegri skáldskap al-
rnenns gildis. Hann var að mestu mað-
ur sjálfmenntaður, en víðlesinn í ís-
lenzkum bókmenntum, og hafði einnig
talsvert kynnt sér amerískar og enskar
bókmenntir. Aldrei gisti hann ætt-
landsstrendur eftir að hann hvarf það-
an innan við tvítugt, og hefði hann þó
verið þar aufúsugestur. Hann lést að
heimili sínu í N. Dakota byggðinni ís-
lenzku 24. okt. 1936.
Mjög snemma kom hagmælska K.
N. í ljós, og honum var frábærlega létt
um að yrkja. 1 meir en hálfa öld gerði
hann löndum sínum beggja megin liafs-
ins glatt í geði með vængjuðum og
bráðsmellnum gamankveðskap sínum,
enda var liann tvímælalaust mesta og
sérstæðasta kímniskáld þeirra í samtíð
sinni.
Nokkurt safn af kveðskap hans
Kviðlingar, kom út í Winnipeg 1920,
með formála eftir Wilhelm Paulson,
en heildarsafn, Kviðlingar og kvæði
(Reykjavík, 1945), með inngangsrit-
gerð eftir Richard Beck, sem bjó safn-
ið til prentunar, og minningum um
skáldið eftir séra Harald Sigmar, ná-
granna hans í N. Dakota um langt
skeið og aldavin.
Leiftrandi og hugnæm kímni K. N.
er aðallega fólgin í frumlegum og fjöl-
breyttum orðaleik. Hann var mikill
snillingur í Jrví að bregða nýju Ijósi á
lilutina með fimlegum málbrögðum og
með Jsví að koma lesandanum á óvart,
þegar minnst varði. Sveitungar hans og
viðburðir í heimahögum eru löngum
skotspænir hans, Jró að hann leiti
stundum lengra til fanga. Tíðast er
glettni hans góðlátleg, vekur fremur
hlátur en hún valdi varanlegum sárs-
auka; stundum eru örvar háðnepju
lians Jjó hárbeittar, en orðfimin altaf
söm við sig. Vinfengi hans við Bakkus
verður víða vart í kveðskap hans, en
vínbannslögin voru honum að sama
skapi þyrnir í augum.
Kírnnin varð einnig í höndum hans
heilnæmt uppeldismeðal, því að sönn
kímni á rætur sínar í næmri og þorsk-
aðri jafnvægiskennd. 1 spegli kímni
hans sáu menn sjálfa sig, hið broslega
í fari sínu og lífið almennt, í sannara
ljósi. 1 víðtækara skilningi hjó hann i
ádeilum sínum að þröngsýni, heimsku
og hleypidómum, skinhelgi og yfir-
borðsmennsku. En hann var einnig
nógu mannlegur til Jress að geta skop-
ast að sjálfum sér, þegar svo bar undir.
Grunnt er jafnframt löngum á samúð
hans, og djúp alvara ósjaldan undir-
aldan í vísum hans og kvæðum. A
langri æfi, og við misjöfn kjör, hafði
hann eignast samúð með smælingjum
og olbogabörnum lífsins, enda kvaðst
hann sjálfur vera meira í ætt við glat-
aða soninn en ríka manninn. Barn-
gæsku hans var viðbrugðið og klæðist
fögrum búningi í mörgum vísum hans.
Innilega tók hann einnig þátt í sorgunr