Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 70

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 70
52 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÆLAGS ÍSLENDINGA “Vorblær” og “Fyrir dag”, eru með léttari og ljóðrænni blæ. Gegnir sama máli um liin einlægu og hugjnekku per- sónuleg kvæði hans eins og “Vöggu- ljóð” og “Ljósálfurinn minn”, um dótt- ur skáldsins, og jrá ekki síður um hið léttstíga vorkvæði lrans “Nú er sóley í varpanum heima”, jiar sem ættjarðar- ást hans klæðist yndislegum búningi. I sumum náttúrulýsingum hans, svo sem “Hafrænu”, er undirstraumur djúprar íhygli. Sá strengur alvörunn- ar hljómar eðlilega sterkast í hinum fjölmörgu erfiljóðum lians um íslenzka vini og menningarfrömuði beggja meg- in hafsins, er liann söng úr hlaði með innileik og mælsku. Andleg ljóð hans og sálmar, frumkveðin og jrýdd, bera vitni sterkri trúarkennd hans, óbilandi trú- artrausti, og brennandi áhuga hans á málum kirkjunnar og kristninnar. Þjóð- félagsádeilan í sumum kvæðum hans, einkum lausvísum, hittir oft vel í rnark og lýsir umbótahug hans. Auk allmargra sálma, sneri hann á íslenzku fjölda kvæða annars efnis; meðal helztu jjýðinga lians eru hið rnikla kvæði “Thanatopsis” eftir W. C. Bryant og “Óríana” eftir Tennyson. Eru Jjær þýðingar bæði nákvæmar og liprar, sérstaklega hin síðarnefnda, en Jrar reynir rnjög á bragfimi þýðandans. Þýðingar séra Jónasar í heild sinni eru glöggur vottur þess, hve handgenginn hann var enskum og amerískum bók- menntum, ekki síst höfuðskáldum síð- ustu aldar. 10. Sigurður Júlíus Jóhannesson læknir var fæddur að Læk í ölfusi 9. jan. 1868, en ólst upp að Svarfhóli í Stafholtstungum. Hann útskrifaðist af Lærða skólanum í Reykjavík 1897, en fluttist til Vesturheims 1899. Braust með miklum dugnaði í framhaldsnámi og lauk læknaprófi í Chicago 1907. Hefir síðan löngum stundað læknis- störf og verið búsettur í Winnipeg síðustu 30 árin. Auk þess liefir hann tekið margháttaðan jrátt í vestur-ís- lenzkum félagssmálum og fengist mik- ið við blaðamennsku og önnur rit- störf. Áður en hann fór af Islandi hafði hann verið aðalstofnandi og fyrsti rit- stjóri barnablaðsins Æskan og rit- stjóri Dagskrár (1898-99), en vestan hafs liefir hann verið ritstjóri Jressara blaða: Dagskrár II. (1901-03), Lögbergs (1914-17) og Voraldar (1918-21). Léttur og lifandi stíll hans hefir notið sín á- gætlega í blaðamennskunni, og alstað- ar í blaðagreinum hans eru frelsisást hans, hugsjóna- og mannást, ljósu letri skráðar, samhliða róttækum þjóðfélags- skoðunum hans og brennandi urnbóta- áhuga. Skerfur hans til íslenzkra æskulýðs- bókmennta hefir verið sérstaklega mik- ilvægur. í bæði Lögbergi og Voröld hafði hann sérstaka unglingadeild, er hann sarndi að miklu leyti sjálfur i bundnu máli og óbundnu; einnig var hann ritstjóri barnablaðsins Baldurs- brá (1934-40), sem Þjóðræknisfélagið gaf út, og vinsælt varð í liöndum hans. Lætur honum einnig framúrskarandi vel að rita við hæfi barna og unglinga, bæði um efnisval og meðferð þess. Barnasögur lians, sem upphaflega komu út í Æskunni, voru prentaðar i bókarformi í Reykjavík 1930, og sarna ár kom út safn fimmtíu barna- og ungl' ingaljóða hans. Mörg af eldri kvæðurn Sigurðar voru ort á Islandi og eru í fyrstu kvæðabók hans, Sögur og kvæði (Winnipeg, 1900- 03). Þar eru vel ort og tilfinningarík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.