Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 71
VESTUR-ISLENZK LJÓÐSKÁLD
53
kvæði, eins og “Sögunarkarlinn”,
“Halta Finna” og “Guðsríki”, er sýna
ótvírætt rí'ka Ijóðgáfu höfundarins og
göfuga lífsskoðun lians. Hann hefir
auðsjáanlega opið auga fyrir misrétti
þjóðfélagsskipulagsins, og rík samúð
hans er sterkur strengur í flestum þess-
um kvæðum. Átakanleg er lýsing hans
á Höltu Finnu, sem lífið hefir leikið
svo grátt, að hún “flækist á milli búa”.
Jafn glögg og samúðarrík er lýsingin á
“Sögunarkarlinum”, þó að sú myndin
sé sterkari og hvassari dráttum dregin.
Skáldgáfa Sigurðar kom þó stórum
betur í Ijós í næstu kvæðabók hans,
Kvistir (Reykjavik, 1910) Hér eru
mörg kvæði þar sem saman fara ágætur
búningur og skáldleg fegurð, svo sem
“Mús í gildru”, “Jólahugsun” og “1
leiðslu”. Margar lausavísurnar eru
einnig prýðilega kveðnar, þrungnar að
hugsun og tilfinningu. 1 smákvæðinu
“Stökur” (“Ef eg gæti gleðirós grætt á
lífsins hjarni”) lýsir skáldið fagurlega
lífsskoðun sinni, og sú heita og djúpa
samúð með mönnum og málleysingjum
er löngum undirstrumurinn í kvæðum
hans. Hann sækir tíðum yrkisefni sín
beint í mannlífið umhverfis sig; hann
finnur sárt til þjóðfélagsböls samtíðar
sinnar, og þessvegna verða kvæði hans
°ft óvæg ádeila á ranglæti og hverskon-
ar kúgun. Hann er eldheitur byltinga-
°g umbótamaður, enda var hann á sín-
um tíma (1901) einn af stofnendum
Jafnaðarmannafélagsins í Winnipeg.
Umbótaáhugi hans lýsir sér í mörgum
aí þessum kvæðurn hans, t. d. í ágætis-
kvæðinu “Hvar er verk til að vinna?”,
sem er mælsk og máttug eggjan til
háða, og gætir hins sama ekki síður í
kröftugum kvæðum hans, frumsömd-
um og þýddum, í þágu bindindismáls-
lns, sem hann hefir barist fyrir af
brennandi áhuga meðal íanda sinna,
en hann hefir áratugum saman verið
áhrifamikill formælandi íslenzkra
Good-Templara. Á öðrum sviðum hef-
ir hann einnig verið djarfmæltur mál-
svari lítilmagnans, og aldrei hikað við
að ganga fram fyrir skjöldu á þeim
vettvangi.
1 Kvistum eru, auk frumsömdu
kvæðanna, ágætar þýðingar merkis-
kvæða, eins og hinn voldugi “Skyrtu-
söngur” eftir Thomas Hood, og hið
víðfræga kvæði “Maðurinn með skófl-
una” eftir Edwin Markham, og lýsir
víðfeðm og mannúðarrík lífsskoðun
Sigurðar sér vel í því þýðingavali.
En hann hefir drjúgum færst í auk-
ana sem skáld síðan Kvistir komu út.
Fjöldi ágætra kvæða, jafnt um búning
sem hugsun, hafa á síðastliðnum 40 ár-
um birtst eftir hann í vestur-íslenzkum
blöðum og tímaritum. Mörg þeirra eru
hugsæilegs og almenns efnis, og löng-
um ljóðræn vel. Tækifæriskvæði hans
eru altaf lipur og fögur að hugsuh, og
hitta oft ágætlega í mark, enda lætur
honum flestum betur að slá á þá
strengi, sem til hjartans tala. Hin
mörgu kvæði hans ort til einstakra
manna bera vitni drengskap hans og
djúpstæðum góðhug.
Á síðari áratugum hefir einnig kom-
ið í blöðum og tímaritum vestan hafs
sægur af þýðingum eftir Sigurð af er-
lendum úrvalskvæðum, einkum ensk-
um og amerískum, en hann er óvenju-
lega lipur og orðhagur þýðari, og er
sérstaklega sýnt um það að gera þýð-
ingar sínar íslenzkar að blæ og mál-
fari. Meðal meiriháttar þýðinga hans
frá seinustu árum má nefna hið stór-
brotna kvæði “Núverandi tímamót”
eftir James Russell Lowell og hið