Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 78
60
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
að að máli. önnur kvæði lians eru
hreinræktaðar náttúrulýsingar, eins
og “Upprisa vorsins”, en þar haldast í
hendur skáldlegar sanrlíkingar og frjó
hugsun, enda hlaut kvæði þetta önnur
verðlaun í víðtækri ljóðasanrkeppni í
Manitobafylki. Haustkvæði hans —
“Sumarlok” er þó ennþá áhrifameira
um myndaauðlegð og táknrænt gildi.
Og “eilífðartrúin á sumarið”, sem þar
finnur sér framrás, er dýpsti og sterk-
asti strengurinn í lífsskoðun skáldsins.
Sú hugsjónaást, senr gerir það að verk-
um, að lrann heyrir hjartaslög vorsins
í vetrarbyljununr, lýsir sér í lrinu kröft-
uga kvæði hans “Vetur”, og svipuð er
undiraldan í kvæðinu “Frosti”.
I öðrum kvæðum sínum bregður Ein-
ar upp glöggum og raunsönnunr lífs-
nryndunr, eins og í “Jarðyrkjumaður”,
djúpúðugt kvæði og samúðarríkt um
þá, er jörðina erja. Trú skáldsins á
sigurmátt frjósams lífsstarfs—hugsjóna-
ást í sönnustu merkingu—er ljósu letri
skráð í kvæðinu “Þjónn Ijóssins”, sem
er lofsöngur til hins brattsækna braut-
ryðjanda, og í “Draumur”, er fagur-
lega túlkar þau sannindi, að öll afrek
verða fyrst til í draumum hugsjóna-
mannsins.
Hin mörgu og prýðilegu kvæði Ein-
ars um Island og íslenzkar menningar-
erfðir eru mikill og merkur þáttur í
ljóðagerð hans. Þau anda hjartagróinni
rækt til heimalandsins og heimaþjóð-
arinnar og túlka með næmleik skálds-
ins hið nána samband Islendingsins
og móðurmoldarinnar. Gott dæmi þess
er hið fagra kvæði “Móðir í austri”.
Lögeggjanin til dáða um varðveizlu ís-
lenzkra erfða vestan hafs brennur sem
glaður eldur í mörgum kvæðum hans.
Með ljóðum sínum, blaðamennsku
og öðrum störfum, hefir hann sjálfur
lagt drjúgan skerf til þeirrar varð-
veizlu. Hefir hann jafnframt í ágæturn
kvæðum lofsungið þá, er trúir auðug-
um íslenzkum arfi sínum og uppruna,
hafa varpað ljóma á nafn Islands með
afrekum sínum í Vesturheimi. 1 sama
anda og svipmikil eru kvæði hans um
íslenzka andans skörunga eins og Ein-
ar skáld Benediktsson og Einar Jóns-
son myndhöggvara. Af erfiljóðum Ein-
ars má sérstaklega nefna minningar-
kvæðin um skáldin Matthías Jochums-
son og K. N., er lýsa vel þeim ólíku
bragabræðrum. Meðal beztu kvæða
hans frá síðustu árum eru kvæðin úr
íslandsferðinni, og þá ekki síst af
bragðskvæðið “Við heimsókn í Jökul-
dal 1946.”
Að öllu samanlögðu finnur auðug
skáldgáfa Einars sér þó hvergi fegurri
búning en í hjartnæmu kvæði hans
“Við leiði móður minnar”, þar sem
djúpsæi í hugsun og fágað ljóðform
samræmast snillclarlega, en undir ólgar
tregi og þrá. Fegurðarnæmleiki hans
og orðleikni lýsa sér í góðum þýðing-
um, einkum hinum ágætu þýðingum
af “Vestigia” eftir Bliss Carman og
“Woodrow Wilson” eftir Worrell
Kirkwood.
15. Jónas Stefánsson, er kennir sig
við Kaldbak í Suður-Þingeyjarsýslu,
var fæddur 31. marz 1882. Hann lauk
námi á Búnaðarskólanum á Hólum
1902, fluttist til Canada 1913 og var
árum saman bóndi í Mikley, Manitoba,
en hefir síðustu árin átt heima í British
Columbia. Hann er maður mjög vak-
andi andlega og víðlesinn.
Eftir hann hafa komið út þessar
tvær kvæðabækur: Ljóðmæli (Víðir,
Manitoba, 1939) og Úr útlegð (Winni-
peg, 1944). Þó að þessi kvæði séu mis-