Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 78

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 78
60 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA að að máli. önnur kvæði lians eru hreinræktaðar náttúrulýsingar, eins og “Upprisa vorsins”, en þar haldast í hendur skáldlegar sanrlíkingar og frjó hugsun, enda hlaut kvæði þetta önnur verðlaun í víðtækri ljóðasanrkeppni í Manitobafylki. Haustkvæði hans — “Sumarlok” er þó ennþá áhrifameira um myndaauðlegð og táknrænt gildi. Og “eilífðartrúin á sumarið”, sem þar finnur sér framrás, er dýpsti og sterk- asti strengurinn í lífsskoðun skáldsins. Sú hugsjónaást, senr gerir það að verk- um, að lrann heyrir hjartaslög vorsins í vetrarbyljununr, lýsir sér í lrinu kröft- uga kvæði hans “Vetur”, og svipuð er undiraldan í kvæðinu “Frosti”. I öðrum kvæðum sínum bregður Ein- ar upp glöggum og raunsönnunr lífs- nryndunr, eins og í “Jarðyrkjumaður”, djúpúðugt kvæði og samúðarríkt um þá, er jörðina erja. Trú skáldsins á sigurmátt frjósams lífsstarfs—hugsjóna- ást í sönnustu merkingu—er ljósu letri skráð í kvæðinu “Þjónn Ijóssins”, sem er lofsöngur til hins brattsækna braut- ryðjanda, og í “Draumur”, er fagur- lega túlkar þau sannindi, að öll afrek verða fyrst til í draumum hugsjóna- mannsins. Hin mörgu og prýðilegu kvæði Ein- ars um Island og íslenzkar menningar- erfðir eru mikill og merkur þáttur í ljóðagerð hans. Þau anda hjartagróinni rækt til heimalandsins og heimaþjóð- arinnar og túlka með næmleik skálds- ins hið nána samband Islendingsins og móðurmoldarinnar. Gott dæmi þess er hið fagra kvæði “Móðir í austri”. Lögeggjanin til dáða um varðveizlu ís- lenzkra erfða vestan hafs brennur sem glaður eldur í mörgum kvæðum hans. Með ljóðum sínum, blaðamennsku og öðrum störfum, hefir hann sjálfur lagt drjúgan skerf til þeirrar varð- veizlu. Hefir hann jafnframt í ágæturn kvæðum lofsungið þá, er trúir auðug- um íslenzkum arfi sínum og uppruna, hafa varpað ljóma á nafn Islands með afrekum sínum í Vesturheimi. 1 sama anda og svipmikil eru kvæði hans um íslenzka andans skörunga eins og Ein- ar skáld Benediktsson og Einar Jóns- son myndhöggvara. Af erfiljóðum Ein- ars má sérstaklega nefna minningar- kvæðin um skáldin Matthías Jochums- son og K. N., er lýsa vel þeim ólíku bragabræðrum. Meðal beztu kvæða hans frá síðustu árum eru kvæðin úr íslandsferðinni, og þá ekki síst af bragðskvæðið “Við heimsókn í Jökul- dal 1946.” Að öllu samanlögðu finnur auðug skáldgáfa Einars sér þó hvergi fegurri búning en í hjartnæmu kvæði hans “Við leiði móður minnar”, þar sem djúpsæi í hugsun og fágað ljóðform samræmast snillclarlega, en undir ólgar tregi og þrá. Fegurðarnæmleiki hans og orðleikni lýsa sér í góðum þýðing- um, einkum hinum ágætu þýðingum af “Vestigia” eftir Bliss Carman og “Woodrow Wilson” eftir Worrell Kirkwood. 15. Jónas Stefánsson, er kennir sig við Kaldbak í Suður-Þingeyjarsýslu, var fæddur 31. marz 1882. Hann lauk námi á Búnaðarskólanum á Hólum 1902, fluttist til Canada 1913 og var árum saman bóndi í Mikley, Manitoba, en hefir síðustu árin átt heima í British Columbia. Hann er maður mjög vak- andi andlega og víðlesinn. Eftir hann hafa komið út þessar tvær kvæðabækur: Ljóðmæli (Víðir, Manitoba, 1939) og Úr útlegð (Winni- peg, 1944). Þó að þessi kvæði séu mis-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.