Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 87

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 87
VESTUR-ISLENZK LJÓÐSKÁLD 69 En hann hefir síðan ort mörg kvæði jafn hugþekk og vel gerð, að eigi sé sterkara að orði kveðið, og önnur svip- meiri. Af prýðilega ljóðrænum kvæð- um, þar sem náttúrulýsingin og minn- ingarnar um ættlandið og heimahag- anna renna fagurlega saman, má nefna “1 svefnrofum” og “Manstu þeg- ar” (bæði frá 1947). Hvernig skáldið snýst við vandamálum samtíðarinnar, er sækja á hug hans, lýsir sér í stærri kvæðum hans, svo sem ‘Yfirlit” (1940) og þá eigi síður hinu kröftuga tíma- bæra kvæði “Hiroshima” (1946), sem vakti verðuga athygli margra vestur- íslenzkra lesenda. Og væri kvæðum hans safnað í bók, myndi það koma á daginn, að honum ber sess meðal vest- ur-íslenzkra góðskálda. Ragnar Stefánsson (f.- 1888), sem einnig er Húnvetningur, hefir dvalið vestan hafs áratugum saman og er góð- kunnur leikari og upplesari meðal landa sinna. Hann hefir eigi birt mjög mikið eftir sig, en þó eigi allfá kvæði í vestur-íslenzkum blöðum og tíma- ritum á síðasta áratug, og eru þau öll prýðisvel ort og með Ijóðrænum blæ. Náttúrulýsingar hans eru orðhagar og glöggar, t. d. “Sólhvörf” (1947), en jafnframt ádeila að öðrum þræði. Beinna gætir ádeilunnar á ástandið í heimsmálunum þó í hinu hreimmikla kvæði hans “Rökkur-röf”, sem birtist í riti þessu 1942, enda var styrjöldin þá í algleymingi. Hann hefir ort fögur og þýð ættjarðarljóð, og fagurlega minnist hann íslenzku landnemanna vestan hafs í kvæðinu ‘“Við lát gamals landnámsmanns”, sem einnig birtist í þessu riti (1944). Gunnbjörn Stefánsson (f. 1886), bróðir Ragnars, sem einnig hefir dvalið langvistum vestan hafs, er og hið liprasta skáld og sérstaklega snjall í vísnagerð. Séra Eyjólfur J. Melan (f. 1890), prestur í Nýja-fslandi, er Reyðfirðing- ur að ætt og uppruna, og hefir dvalið lengi vestan liafs. Hann hefir eigi ver- ið stórvirkur í Ijóðagerðinni, en er gott skáld, þegar hann vill það við hafa, eins og minningarljóð hans um Matthías Jochumsson og fleiri kvæði sanna, og þá eigi síður prýðilegar þýð- ingar lians af Ferhendum (Rubáiyát) Omars Kliayyam og fleiri erlendum merkiskvæðum. Andrew H. Pálmi, Ijósmyndasmiður og taflkappi í Jackson, Michigan, hefir árum saman ( í Lögbergi) birt bæði kvæði og vísur; lætur honum einkar vel vísnagerðin, því að ferskeytlur hans eru margar mjög snjallar; sum af lengri kvæðum hans eru einnig orðhög og Ijóðræn, t. d. “Garðyrkjumaðurinn”. Ármann Björnsson hefir á síðustu árum sent frá sér kvæði, einkum minni og önnur tækifæriskvæði í vestur-ís- lenzkum blöðum og tímaritum. Eru þau vel hugsuð og sér um svip og mál, og í sumum þeirra hefir höfundurinn farið haglega með efni sótt í íslenzkar þjóðsögur. Lúðvík Kristjánsson hefir ort og les- ið upp lipur og sniðug gamankvæði, sem vinsæl hafa orðið. Hjörtur Brand- son og Jónbjörn Gíslason eru einnig vel skáldmæltir. G. O. Einarsson í Ár- borg hefir lika ort mörg vel kveðin samkomu- og sveitaminni. Mætti þannig lengi telja, ef hér væri um að ræða tæmandi bókfræðilega skrá yfir alla þá íslendinga vestan hafs, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.