Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Qupperneq 87
VESTUR-ISLENZK LJÓÐSKÁLD
69
En hann hefir síðan ort mörg kvæði
jafn hugþekk og vel gerð, að eigi sé
sterkara að orði kveðið, og önnur svip-
meiri. Af prýðilega ljóðrænum kvæð-
um, þar sem náttúrulýsingin og minn-
ingarnar um ættlandið og heimahag-
anna renna fagurlega saman, má
nefna “1 svefnrofum” og “Manstu þeg-
ar” (bæði frá 1947). Hvernig skáldið
snýst við vandamálum samtíðarinnar,
er sækja á hug hans, lýsir sér í stærri
kvæðum hans, svo sem ‘Yfirlit” (1940)
og þá eigi síður hinu kröftuga tíma-
bæra kvæði “Hiroshima” (1946), sem
vakti verðuga athygli margra vestur-
íslenzkra lesenda. Og væri kvæðum
hans safnað í bók, myndi það koma á
daginn, að honum ber sess meðal vest-
ur-íslenzkra góðskálda.
Ragnar Stefánsson (f.- 1888), sem
einnig er Húnvetningur, hefir dvalið
vestan hafs áratugum saman og er góð-
kunnur leikari og upplesari meðal
landa sinna. Hann hefir eigi birt mjög
mikið eftir sig, en þó eigi allfá kvæði
í vestur-íslenzkum blöðum og tíma-
ritum á síðasta áratug, og eru þau öll
prýðisvel ort og með Ijóðrænum blæ.
Náttúrulýsingar hans eru orðhagar og
glöggar, t. d. “Sólhvörf” (1947), en
jafnframt ádeila að öðrum þræði.
Beinna gætir ádeilunnar á ástandið í
heimsmálunum þó í hinu hreimmikla
kvæði hans “Rökkur-röf”, sem birtist
í riti þessu 1942, enda var styrjöldin þá
í algleymingi. Hann hefir ort fögur
og þýð ættjarðarljóð, og fagurlega
minnist hann íslenzku landnemanna
vestan hafs í kvæðinu ‘“Við lát gamals
landnámsmanns”, sem einnig birtist í
þessu riti (1944).
Gunnbjörn Stefánsson (f. 1886),
bróðir Ragnars, sem einnig hefir
dvalið langvistum vestan hafs, er og
hið liprasta skáld og sérstaklega snjall
í vísnagerð.
Séra Eyjólfur J. Melan (f. 1890),
prestur í Nýja-fslandi, er Reyðfirðing-
ur að ætt og uppruna, og hefir dvalið
lengi vestan liafs. Hann hefir eigi ver-
ið stórvirkur í Ijóðagerðinni, en er
gott skáld, þegar hann vill það við
hafa, eins og minningarljóð hans um
Matthías Jochumsson og fleiri kvæði
sanna, og þá eigi síður prýðilegar þýð-
ingar lians af Ferhendum (Rubáiyát)
Omars Kliayyam og fleiri erlendum
merkiskvæðum.
Andrew H. Pálmi, Ijósmyndasmiður
og taflkappi í Jackson, Michigan, hefir
árum saman ( í Lögbergi) birt bæði
kvæði og vísur; lætur honum einkar
vel vísnagerðin, því að ferskeytlur hans
eru margar mjög snjallar; sum af
lengri kvæðum hans eru einnig orðhög
og Ijóðræn, t. d. “Garðyrkjumaðurinn”.
Ármann Björnsson hefir á síðustu
árum sent frá sér kvæði, einkum minni
og önnur tækifæriskvæði í vestur-ís-
lenzkum blöðum og tímaritum. Eru
þau vel hugsuð og sér um svip og mál,
og í sumum þeirra hefir höfundurinn
farið haglega með efni sótt í íslenzkar
þjóðsögur.
Lúðvík Kristjánsson hefir ort og les-
ið upp lipur og sniðug gamankvæði,
sem vinsæl hafa orðið. Hjörtur Brand-
son og Jónbjörn Gíslason eru einnig
vel skáldmæltir. G. O. Einarsson í Ár-
borg hefir lika ort mörg vel kveðin
samkomu- og sveitaminni.
Mætti þannig lengi telja, ef hér væri
um að ræða tæmandi bókfræðilega skrá
yfir alla þá íslendinga vestan hafs, sem