Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 97
NOKKUR VESTUR-ISLENSK TÓNSKÁLD
79
hafi komist. 1 þá tíð er hann fékst
mest við æfingu söngflokka, gaf
hann út dálítið kver af sönglögum
fyrir blandaðar raddir, og voru þrjú
lögin frumsamin: “Heim til fjalla”,
“Órar” og “Já, vér elskum fsafoldu”.
Hefir hið fyrsta einkum öðlast hylli,
þótt hin tvö séu vafalaust vel á
borð við það.”
Kvæðin við þessi lög eru eftir Guð-
mund Guðmundsson, Þorst. Þ. Þor-
steinsson og Jón Ólafsson. Við þetta
vil eg bæta því, að hann var um tíma
að hugsa um, að sernja flokk af lög-
um við kvæði í Strengleikum Guð-
rnundar Guðmundssonar, og heyrði eg
hann spila að m. k. eitt þeirra: “Kom-
um; tínurn berin blá”. Sömuleiðis bjó
hann til eitthvað af sálmalögum, sem
hann lét stundum syngja við guðs-
þjónustur, þegar hann var organleik-
ari í kyrkjum hér í borginni. En eftir
því sem árin liðu og aldur færðist yfir
hann, varð hann meira og meira bund-
inn viðjum sinnar eigin köllunar, sem
að lokum lagði hann í gröfina.
8. Steingrímur Kristján Hall er
sonur hjónanna Jónasar (Hallgríms-
sonar) Hall og Sigríðar Kristjánsdóttur,
bæði þingeysk
að ættum. Þau
fluttu ung til
Vesturheims —
frá Fremsta-
felli í Köldu-
kinn, Suður-
þingeyjarsýslu,
árið 1874, stað-
næmdust fyrst
í Austur Can-
ada og komu
þrem árum síðar til Gimli. Þar fædd-
lst Steingrímur þann 16. nóvember
1877. Árið 1880 fluttu þau alfarin til
Norður Dakota, þar sem Jónas varð
friðdómari, á Gardar og Edinburg, og
vel metinn maður til dauðadags.
Að algengu skólanámi loknu gekk
Steingrímur inn i Music-deild Gustav-
us Adouphus College í St. Peter, Minn.,
og útskrifaðist þaðan með heiðri árið
1899 með Bachelor of Music gráðunni.
Síðar stundaði hann framhaldsnám
hjá frægustu kennurum í Chicago og
víðar. Haustið 1902 var hann ráðinn
kennari við “Gustavus Adolphus Con-
servatory of Music” og hélt þeirri
stöðu í 3 ár, með prófessors nafnbót.
Árið 1904 kvæntist Steingrímur
hinni vinsælu og ágætu söngkonu
Sigríði Jónsdóttur Hördal; eignuðust
þau tvær dætur, sem báðar lærðu
music af foreldrum sínum, og eru nú
giftar.
Sumarið 1905 fluttu þau hjónin til
Winnipeg, og gerðist hann organleik-
ari við Fyrstu Lúthersku kirkjunna,
hina íslensku; hélt hann þeirri stöðu í
30 ár, og hafði auk þess fulla söng-
stjórn á hendi í 17 ár. Þá stofnaði hann
og hornleikaraflokk, “West Winnipeg
Band” og stjórnaði honum í 5 ár. Öll
þessi ár var hann jafnframt önnum
kafinn píanó-kennari og í þrjú ár fast-
ur kennari í píanóspili við “St. Johns
College” hér í borginni.
Árið 1936 fluttu þau Steingrímur og
Sigríður til Wynyard, Sask. Þar hef-
ir hann síðan haft á hendi kenslu í
sambandi við háskóla Saskatchewan-
fylkis, og nemendur hans gengið þar
undir próf með hæsta vitnisburði.
Steingrímur hefir um langan tíma
átt heillaríkan þátt í tónlistarstarfsemi
Islendinga hér vestra; en samt mun ó-
hætt að fullyrða, að lengst muni halda
nafni hans á lofti hin frumsömdu tón-