Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 97

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 97
NOKKUR VESTUR-ISLENSK TÓNSKÁLD 79 hafi komist. 1 þá tíð er hann fékst mest við æfingu söngflokka, gaf hann út dálítið kver af sönglögum fyrir blandaðar raddir, og voru þrjú lögin frumsamin: “Heim til fjalla”, “Órar” og “Já, vér elskum fsafoldu”. Hefir hið fyrsta einkum öðlast hylli, þótt hin tvö séu vafalaust vel á borð við það.” Kvæðin við þessi lög eru eftir Guð- mund Guðmundsson, Þorst. Þ. Þor- steinsson og Jón Ólafsson. Við þetta vil eg bæta því, að hann var um tíma að hugsa um, að sernja flokk af lög- um við kvæði í Strengleikum Guð- rnundar Guðmundssonar, og heyrði eg hann spila að m. k. eitt þeirra: “Kom- um; tínurn berin blá”. Sömuleiðis bjó hann til eitthvað af sálmalögum, sem hann lét stundum syngja við guðs- þjónustur, þegar hann var organleik- ari í kyrkjum hér í borginni. En eftir því sem árin liðu og aldur færðist yfir hann, varð hann meira og meira bund- inn viðjum sinnar eigin köllunar, sem að lokum lagði hann í gröfina. 8. Steingrímur Kristján Hall er sonur hjónanna Jónasar (Hallgríms- sonar) Hall og Sigríðar Kristjánsdóttur, bæði þingeysk að ættum. Þau fluttu ung til Vesturheims — frá Fremsta- felli í Köldu- kinn, Suður- þingeyjarsýslu, árið 1874, stað- næmdust fyrst í Austur Can- ada og komu þrem árum síðar til Gimli. Þar fædd- lst Steingrímur þann 16. nóvember 1877. Árið 1880 fluttu þau alfarin til Norður Dakota, þar sem Jónas varð friðdómari, á Gardar og Edinburg, og vel metinn maður til dauðadags. Að algengu skólanámi loknu gekk Steingrímur inn i Music-deild Gustav- us Adouphus College í St. Peter, Minn., og útskrifaðist þaðan með heiðri árið 1899 með Bachelor of Music gráðunni. Síðar stundaði hann framhaldsnám hjá frægustu kennurum í Chicago og víðar. Haustið 1902 var hann ráðinn kennari við “Gustavus Adolphus Con- servatory of Music” og hélt þeirri stöðu í 3 ár, með prófessors nafnbót. Árið 1904 kvæntist Steingrímur hinni vinsælu og ágætu söngkonu Sigríði Jónsdóttur Hördal; eignuðust þau tvær dætur, sem báðar lærðu music af foreldrum sínum, og eru nú giftar. Sumarið 1905 fluttu þau hjónin til Winnipeg, og gerðist hann organleik- ari við Fyrstu Lúthersku kirkjunna, hina íslensku; hélt hann þeirri stöðu í 30 ár, og hafði auk þess fulla söng- stjórn á hendi í 17 ár. Þá stofnaði hann og hornleikaraflokk, “West Winnipeg Band” og stjórnaði honum í 5 ár. Öll þessi ár var hann jafnframt önnum kafinn píanó-kennari og í þrjú ár fast- ur kennari í píanóspili við “St. Johns College” hér í borginni. Árið 1936 fluttu þau Steingrímur og Sigríður til Wynyard, Sask. Þar hef- ir hann síðan haft á hendi kenslu í sambandi við háskóla Saskatchewan- fylkis, og nemendur hans gengið þar undir próf með hæsta vitnisburði. Steingrímur hefir um langan tíma átt heillaríkan þátt í tónlistarstarfsemi Islendinga hér vestra; en samt mun ó- hætt að fullyrða, að lengst muni halda nafni hans á lofti hin frumsömdu tón-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.