Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 113

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 113
NOKKRIR VESTUR-ISLENZKIR LISTAMENN 95 oria hótelið í New York efndi til, til þess að skera úr því, hver hæfastur myndi til að búa til vandasamt lista- verk við bygginguna. Hjó hún þá stand- mynd mikla sem stendur við útidyr hót- elsins og nefnist: “The Spirit of Achievement”. Er sú mynd fræg orðin og er notuð sem fangamark á skrif- pappír hótelsins og vörumerki á aug- lýsingaskrám þess. Nú í mörg ár hefir ungfrú Sæmund- son haft aðsetur sitt í Hollywood, Cali- fornia, og hefir hún þar nóg verkefni. Hún hefir höggvið þar brjóstlíkneski af kvikmynda “stjörnum”, og öðru frægu fólki og standmyndir fyrir listi- garða. Standmyndir hennar af Leifi Eiríkssyni, er Skandinavisk félagssanr- tök í Los Angeles gáfu borgarstjórn- inni, stendur í Griffith Park. Nína Sæmundson heggur úr steini og marmara, sker úr tré og notar einn- ig leir og ‘terra cotta’. Nýverið hefir hún verið að gera tilraunir með leir- kerasmíði og hefir sett up leirbrennslu- ofn í vinnustofu sinni í Hollywood. Síðan hún kom til California liefir hún haldið margar sýningar á verkunr sín- tun, og þau er að finna á ýmsuni lista- söfnum. Magnús Á. Árnason er myndhöggv- ari, málari, Ijóðskáld og tónskáld. Hann er fæddur 28. des. 1894 í Narfa- koti í Njarðvíkum, sonur Árna bónda og kennara, Pálssonar og konu hans Sigríðar Magnúsdóttur frá Miðkoti í Fljótshlíð. Árið 1912-13 stundaði hann nám við Hen Tekniske Selskabs Skole í Kaup- mannahöfn en fór því næst til Ameríku °g nam bæði rnálara- og höggmyndalist við California School of Fine Arts, í San Francisco í fjögur ár. Einnig stund- aði hann tónlistanám við Annilaga Musical College árin 1924-26. Málverk og höggmyndir Magnúsar hafa verið sýnd hjá California Art Association, East—West Gallery í San Francisco, og víðar á Kyrrahafsströndinni. Kvæði hafa birzt eftir Magnús í blöðum og tímaritum bæði á Islandi og hér vestra. Hann hefir þýtt kvæði úr ensku, þar á meðal.Ljóðfórnir (1919) og Farfugla (1922) eftir Indverska skáldið Rabindranath Tagore. Tvö eða þrjú sönglagasöfn hafa komið út eftir hann: Our Songs, sex lög við ljóð eftir amerízku skáldkonuna Sara Bard Field: Steinsljóð, níu lög við. ljóð eftir Stein Steinarr; og nokkur sönglög á lausum blöðum. Hann flutti aftur til Islands árið 1930 og stundar aðallega myndhögg, en mál- ar einnig landslagsmyndir. Hefir hann haldið 10—12 sýningar í Reykjavík og einnig nokkrar á Akureyri og víðar. Hann kvæntist enskri listakonu árið 1937, og eiga þau heima á Lækjarbakka við Borgartún í Reykjavík. III Þeim fjölgar nú óðum sem fullnuma sig í dráttlist með það fyrir augum að stunda auglýsingateikningar eða kenn- arastöðu við háskóladeildir í verkleg- um listum (Architecture and Interior Design) eða æðri listum (Fine Arts). 1 þessurn flokki er ung stúlka, Carol Feldsted að nafni sem nýlega hefir vak- ið sér athygli með margvíslegu starfi sínu á listasviðinu. Síðast liðin þrjú ár hefir hún verið dráttlistakennari við byggingarlistadeild (Faculty of Archi- tecture and Interior Design) Manitoba háskólans og er nýkomin út eftir hana bók sem fjallar aðallega um grund- vallarreglur dráttlistarinnar. Er bókin bein afleiðing af starfi hennar við há-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.