Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Qupperneq 113
NOKKRIR VESTUR-ISLENZKIR LISTAMENN
95
oria hótelið í New York efndi til, til
þess að skera úr því, hver hæfastur
myndi til að búa til vandasamt lista-
verk við bygginguna. Hjó hún þá stand-
mynd mikla sem stendur við útidyr hót-
elsins og nefnist: “The Spirit of
Achievement”. Er sú mynd fræg orðin
og er notuð sem fangamark á skrif-
pappír hótelsins og vörumerki á aug-
lýsingaskrám þess.
Nú í mörg ár hefir ungfrú Sæmund-
son haft aðsetur sitt í Hollywood, Cali-
fornia, og hefir hún þar nóg verkefni.
Hún hefir höggvið þar brjóstlíkneski
af kvikmynda “stjörnum”, og öðru
frægu fólki og standmyndir fyrir listi-
garða. Standmyndir hennar af Leifi
Eiríkssyni, er Skandinavisk félagssanr-
tök í Los Angeles gáfu borgarstjórn-
inni, stendur í Griffith Park.
Nína Sæmundson heggur úr steini
og marmara, sker úr tré og notar einn-
ig leir og ‘terra cotta’. Nýverið hefir
hún verið að gera tilraunir með leir-
kerasmíði og hefir sett up leirbrennslu-
ofn í vinnustofu sinni í Hollywood.
Síðan hún kom til California liefir hún
haldið margar sýningar á verkunr sín-
tun, og þau er að finna á ýmsuni lista-
söfnum.
Magnús Á. Árnason er myndhöggv-
ari, málari, Ijóðskáld og tónskáld.
Hann er fæddur 28. des. 1894 í Narfa-
koti í Njarðvíkum, sonur Árna bónda
og kennara, Pálssonar og konu hans
Sigríðar Magnúsdóttur frá Miðkoti í
Fljótshlíð.
Árið 1912-13 stundaði hann nám við
Hen Tekniske Selskabs Skole í Kaup-
mannahöfn en fór því næst til Ameríku
°g nam bæði rnálara- og höggmyndalist
við California School of Fine Arts, í
San Francisco í fjögur ár. Einnig stund-
aði hann tónlistanám við Annilaga
Musical College árin 1924-26. Málverk
og höggmyndir Magnúsar hafa verið
sýnd hjá California Art Association,
East—West Gallery í San Francisco, og
víðar á Kyrrahafsströndinni.
Kvæði hafa birzt eftir Magnús í
blöðum og tímaritum bæði á Islandi
og hér vestra. Hann hefir þýtt kvæði
úr ensku, þar á meðal.Ljóðfórnir (1919)
og Farfugla (1922) eftir Indverska
skáldið Rabindranath Tagore. Tvö eða
þrjú sönglagasöfn hafa komið út eftir
hann: Our Songs, sex lög við ljóð eftir
amerízku skáldkonuna Sara Bard Field:
Steinsljóð, níu lög við. ljóð eftir Stein
Steinarr; og nokkur sönglög á lausum
blöðum.
Hann flutti aftur til Islands árið 1930
og stundar aðallega myndhögg, en mál-
ar einnig landslagsmyndir. Hefir hann
haldið 10—12 sýningar í Reykjavík og
einnig nokkrar á Akureyri og víðar.
Hann kvæntist enskri listakonu árið
1937, og eiga þau heima á Lækjarbakka
við Borgartún í Reykjavík.
III
Þeim fjölgar nú óðum sem fullnuma
sig í dráttlist með það fyrir augum að
stunda auglýsingateikningar eða kenn-
arastöðu við háskóladeildir í verkleg-
um listum (Architecture and Interior
Design) eða æðri listum (Fine Arts).
1 þessurn flokki er ung stúlka, Carol
Feldsted að nafni sem nýlega hefir vak-
ið sér athygli með margvíslegu starfi
sínu á listasviðinu. Síðast liðin þrjú ár
hefir hún verið dráttlistakennari við
byggingarlistadeild (Faculty of Archi-
tecture and Interior Design) Manitoba
háskólans og er nýkomin út eftir hana
bók sem fjallar aðallega um grund-
vallarreglur dráttlistarinnar. Er bókin
bein afleiðing af starfi hennar við há-