Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 118

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 118
100 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA skólann og útskrifaðist þaðan sem Bachelor of Art. Eftir að hafa lokið námi við Winnipeg School of Art vann hún við auglýsinga teikningar fyrir ýms iðnaðar- og verzlunarfélög í Win- nipeg, þar til er hún giftist Thomas Miller árið 1943. Þau hjón eiga fjóra unga syni, en Helga gefur sér samt sem áður stund og stund til þess að sinna málaralist- inni. Hún tilheyrir “The Winnipeg Sketch Club” og mætast meðlimir þess félags vikulega til þess að mála persónumyndir eftir fyrirmynd (model) sem fengin er til þess að sitja fyrir. Á Helga mikið af þesskonar myndum, sem eru einkar fallegar, þó auðvitað séu þær teiknaðar og málaðar í mesta flýti á einni kveldstund. Helga hefir málað margar fallegar landslagsmyndir, og rnynd liennar af Knox kirkjunni í Winnipeg, teiknuð að haustlagi og máluð með vatnslitum, hefir frábæra lita- og línufegurð, sem gefur henni sérstaklega aðlaðandi blæ. Myndir Helgu hafa verið sýndar í Winnipeg Art Gallery og á hinum ár- legu sýningum ‘Manitoba Society of Artists’, og hafa einnig verið valdar fyrir umferðasýningar sem sendar eru til ýmsra barnaskóla í fylkinu. Sigríður, móðir Helgu lærði einnig málaralist, þá er liún var eitt ár á Englandi, hjá Eiríki Magnússyni í Cambridge og konu hans, sem var föð- ursystir hennar. Séra Guðmundur var þá við nám í Þýzkalandi og er hann kom til Englands, sumarið 1909 giftust þau og fluttu svo aftur til Winnipeg. Sigríður kenndi mörgum unglingum að mála bæði í Winnipeg og í Lundar og Oak Point byggðunum þar sem séra Guðmundur var þjónandi sem prestur. Einnig hefir hún málað töluvert af landslagsmyndum bæði með olíulitum og vatnslitum og eru þær gerðar í þeim stíl sem tíðkaðist í Englandi snemma á þessari öld, þá er hún var við nám. IV Sem listamenn skipa Friðrik Swan- son, Árni Sigurdsson og Snæbjörn Pols- son sérstakan sess í hugum vestur- ís- lendinga, því þeir hafa málað svo að segja öll tjöld sem notuð hafa verið við íslenzkar leiksýningar í Winnipeg og nýlendunum í Manitoba, Saskatch- ewan og Norður Dakota. Þeir höfðu allir mikinn áhuga fyrir leiklist, og voru góðir leikarar. Var þeim því eðli- legt að lána leiklistinni starfskrafta sína, listfengi og góðar gáfur. Friðrik Swanson (Sveinsson) var fæddur 4. nóvember 1864, að Möðru- völlum í Hörgárdal. Foreldrar hans voru þau Sveinn Þórarinsson, amts- skrifari og umboðsmaður, og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Vogum við Mý vatn. Bróðir Friðriks var séra Jón Sveinsson (‘Nonni’), kaþólskur prest- ur, og kunnur rithöfundur. Friðrik ólst upp hjá frænda sínum Ólafi Ólafssyni frá Espihóli í Eyjafirði og Ólöfu Jónsdóttur frá Lóni í Keldu- hverfi. Með þeirn kom hann til Ame- ríku 1873, fyrst til Milwaukie, en síð- an til Nýja íslands (1875) og Norður Dakota (1879), og þaðan kom hann til Winnipeg þar sem liann dvaldi þar til er hann andaðist 25. maí 1942. Hann var kvæntur Sigríði, dóttur Jóns Lax- clals frá Akureyri. Friðrik var framúrskarandi athafna- maður og félagslyndur mjög. Lagði hann óspart frarn krafta sína til stuðn- ings góðum málefnum, og við skemt- anir var hann ‘hrókur alls fagnaðar. Hann var lyfjafræðingur en hætti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.