Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 120

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 120
102 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA 1937 flutti Árni aftur til Winnipeg, varð þá stoð og stytta Leikfélags Sam- bandssafnaðar. Æfði hann leiki á hverju ári, þar til hann flutti til Seven Sisters Falls sem er um sjötíu mílur norðaustur frá Winnipeg. Fyrir þessa leiki flesta málaði hann tjöldin, og einnig lék liann sjálfur. Sumarið og haustið 1946 safnaði hann gögnurn um leiksýningar meðal vestur-lslendinga frá fyrstu tíð og samdi um það mál allítarlega ritgerð sem birtist í “Tímaritinu”, XXVIII árg. Síðast liðið ár sæmdi ísland hann Riddarakrossi Fálkaorðunnar fyrir starf hans í þágu leiklistarinnar vestan hafs. Myndir sínar málar Árni í kyrþey og lætur lítið yfir þeim, en vinir hans og kunningjar segja að þær séu bæði margar og góðar. Nýlega lauk hann við málverk í olíulitum sem sýnir land- töku Islendinga við Víðitangann fyrir sunnan Gimli, 1875. I myndinni er sem hin ískyggilegu ský sem grúfa sig yfir kaldranalegan kolgráan vatnsflöt- inn og visnuð strá á ströndinni, sé for- boði þeirra þungu þrauta er biðu frumbyggjanna. Á hinum allra fyrstu árum Islend- inga í Winnipeg var svo sem ekki við það komandi að fátækur drengur færi að læra málaralist. Enda hefir þá að öllum líkindum enginn kennari í þeirri grein verið í borginni. Þó varð listiðk- un Snæbjörns Polssonar að rnörgu leyti merkileg og sérstæð í sögu vestur ís- lenzkra listamanna. Einnig er nokkur æfintýrablær yfir lífi hans og starfi, því hann hefir verið á stöðugu ferða- lagi um alla vesturströnd Bandaríkj- anna og víðar, og málað leiksviðstjöld og auglýsingar (Pictorial and Scenic Signs), í öllum helztu borgunum á því svæði. Snæbjörn Polson (Pálsson) er fædd- ur á Austurgörðum í Kelduhverfi, í Þingeyjarsýslu, árið 1872. Faðir hans var Gunnar Pálsson, sonur Páls Jóns- sonar hreppstjóra í Viðvík í Skagafirði; en móðir hans Jóhanna dóttir séra Ingjaldar Reykjalíns. Kom hann með foreldrum sínurn til Canada 1879, fyrst til Gimli og skömmu síðar til Winni- peg. Á unga aldri fór Snæbjörn að teikna og mála munstur á dúka og sessuver, alveg tilsagnarlaust. Var hann ráðinn í vinnu hjá skósmiði og átti nú að bæta skó. En þetta þoldi hann illa og útveg- aði sér því sjálfur vinnu sem umboðs- sali fyrir “Singer” saumavélafélagið, hefir víst hugsað að ferðalagið myndi víkka sjóndeildarhring sinn. Og sú von brást honum ekki! Var hann þá ungl- ingur á tvítugs aldri. Heimsótti hann nú fjölda af heimil- um í Winnipeg og nærliggjandi sveit- um og útbreiddi sölu á saumavélum. Sýndi hann þá húsfreyjum hvernig sauma mætti rósir og ýmisskonar út- flúr með vélinni, og gaf þeim auk þess ofurlitla tilsögn í að teikna munstrin. Það er því ekki ólíklegt að honum hafi gengið vel að selja vöru sína. Ferðaðist hann þá vestur á bóginn og seldi saumavélar alla leið til Van- couver. Datt honum þá í hug að skreppa suður til Seattle og Portland (Oregon) og varð sú ákvörðun til þess að korna honum á rétta hillu á iðnaðar- sviðinu. I Portland kyntist hann Ernest Muller, listmálara af þýzkum ættum, sem starfrækti leiksviðsmálaralist. Átti Muller þá hina allra stærstu “Theatre Scene Studio”, sem til var á ströndinni að undanskildri San Franciscoborg. í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.