Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 125

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 125
NOKKRIR VESTUR-ISLENZKIR LISTAMENN 107 ir Ásta, “nú eru dæturnar giftar og son- urinn ungi farinn í herþjónustu. Og svo tek eg stærsta stökkið bráðum, hefi ákveðið að fara á University of Wash- ington listaskólann til þess að full- komna mig í andlitslist (portraiture). Sjálfsagt er eg að fullkomna mig fyrir hið æðra líf, því nú er eg orðin 67 ára. Hvað sem aldrinum viðvíkur geta þeir átt glaða daga sem svona eru ung- ir í anda og athafnasamir! 1 Long Beach, California, er kona af íslenzkum ættum sem mikið og gott starf hefir unnið í sínu umhverfi í þágu listarinnar. Starf hennar er mest nregnis fólgið í því að efla og styðja listiðkun og listasmekk meðal almenn- ings, en einnig hefir hún málað fjölda af myndum. Kona þessi er Ólöf Swanson. Foreldr- ar hennar komu frá Húnavatnssýslu til Norður Dakota sumarið 1894, og er Ólöf fædd í Pembina héraðinu, 24. september sama ár. Faðir hennar var Gunnar Júlíus Guðmundsson, en móð- ir hennar Ingibjörg Guðmundsdóttir. Anna ólafsdóttir, móðir Ingibjargar var föðursystir séra Kristins K. Ólafs- sonar. Eftir nokkur ár í Dakota fluttu þau Gunnar og Ingibjörg til Winnipeg, og þar giftist Ólöf árið 1915 Sumarliða Swanson (Sveinson) sem þá var nýlega kominn frá Islandi. Til San Francisco fluttu þau hjón, 1918, en hafa nú bú- ið í Long Beach í rúm tuttugu ár, þar sem Sumarliði er fasteignasali. Frá barnæsku hafði Ólöfu langað til að læra málaralist, en ekki var það fyr en börn þeirra, drengur og stúlka, voru uppkomin, að hún leitaði sér formlegr- ar menntunar í þeirri grein. Síðan befir hún stundað nám hjá mörgum ágætis kennurum, og kynnt sér ýmsar hliðar á málaralistinni. Hún hefir lagt stund á landslagsmyndir, blómamyndir (still life), og þó einkum myndir sem sýna líf og hreyfingu (figures in move- ment). Myndir hennar hafa verið sýndar á mörgum sýningum meðal málVerka eftir “prófessional” listamenn, og hefir a. m. k. ein þeirra, (The Ballet Danc- ers) fengið viðurkenningu (honorable mention). Myndir lrennar af því tagi eru olíumálverk en liún notar einnig vatnsliti og duftliti. Ólöf Swanson er viðurkennd í Long Beach og víðar sem kvennskörungur á sviði almennra félagsmála, bæði á með- al hérlendra rnanna og Vestur-lslend- inga. Hafa þau hjón bæði lagt drjúgan og heillaríkan skerf til íslenzkra menn- ingarmála þar syðra. En einkum hefir hún öðlast hylli og aðdáun samborgara sinna fyrir starf sitt í þágu listarinnar. Árið 1942 var hún kosin forseti lista- mannafélagsins í Long Beach (The Long Beach Art Association), og er það mikið fyrir framtakssemi hennar og dugnað að starf félagsins hefir blómg- ast og vaxið á síðari árum. I nafni fé- lagsins stofnaði hún listanámskeið fyr- ir ahnenning og fékk kunna listamenn til að kenna þar; hún setti á stofn námssjóð til styrktar ungum og efni- legum listanemendum; og einnig efndi hún til árlegra sýninga á frægum lista- verkum sem send voru víðsvegar að í þeim tilgangi; og sjálf var hún formaður þeirrar nefndar er sá um allan undirbúning þessu viðvíkjandi. Mrs. Swanson var beðin, árið 1946, að starfa sem ráðunautur (Art Adviser) í nefnd þeirri í Long Beach sem sá um tilbúning á skrúðvagni þeim er borgin sýndi í hinni árlegu skrúðgöngu,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.