Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 132

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 132
114 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA verklega sviði. Þeir menn og þær konur sem alla ævi sína hafa fundið ánægju í því að auðga anda sinn með alls konar listiðju geta ekki sagt eins og Sinclair Lewis lætur ‘Babbit’ segja í sögunni með því sama nafni: “Eg hefi eiginlega aldrei alla mína ævi gert neitt sem eg hefi haft löngun til að gera”. Og óneitanlega hafa þeir með starfi sínu auðgað einnig samtíð sína og upp- fyllt með því að minnsta kosti að nokkru leyti tilgang tilverunnar. BÆKUR Richard Bcck: History of Icelandic Poets, 1800 - 1940 Þessi ljóðskáldasaga íslenskra bókmenta, sem kom út á vegum Cornell háskólans á árinu 1950, er systir bókarinnar um Icelandic Prose Writers, sem áður liafði komið út frá sömu pressu eftir jafnaldra Ríkarðar og embættis- bióður, St. Einarsson. — Svo margt gott og verðskiddað hefir verið sagt um þessa bók nú þegar, að það væri að bera í bakkafullan læk- inn að bæta miklu við það. Bókin er skrifuð af mikilli þekkingu og skilningi; og starfsgleði höfundarins skín svo að segja í hverri línu. Einhver hefir sagt, að dr. Beck hrósaði öllum. sem hann skrifaði um. Náttúrlega er það nú ekki satt, því hann bendir líka á það, sem miður fer. En þó svo hefði verið, þá er það á- valt betra og gagnlegra, að sýna betri hlið- ina, því þegar öllu er á botninn hvolft, þá er hver maður jafnan metinn eftir því besta, sem eftir liann liggur, en ekki hinu lakasta. Vingjarnleg aðfinsla getur að vísu orðið byrj- endum að iiði, en hinir dauðtt hafa sinn dóm með sér, og taka sér ekki fram. Svo er enn annað; þessar bókmentasögubækur eru báðav skrifaðar fyrir þá, sem lítið eða ekkert þekkja til íslenskra bókmenta, en eiga það fremur í vonunt. Það yrði því lítt til uppörvunar, ef minna væri úr flestu gert og kaldrænni gagn rýni beitt. — Ekki getur hjá því farið, að kunn- ugir sakni einhverra úr hópi skáldanna, þar sem óneitanlega verður að fara fljótt yfir sögu, en vanalega eru það menn, sem líka hafa skrifað eitthvað i lausu máli og eru nefndir í bók Stefáns; svo er t. d. um Guðm. Magnús- son (Jón Trausta). Af skáldkonunum sakna eg helst Guðfinnu Þorsteinsdóttur sem yrkir undir kenninafninti Erla. Eftir hana hafa kom- ið út a.m.k. tvær kvæðabækur. Hún stendur áreiðanlega ekki að baki Guðfinnu frá Hömr- um eða Margréti Jónsdóttur, sem báðar eru taldar. Guðmundur Finnbogason, sem reynd- ar var stundum misvitur á ljóðagjörð, komst svo að orði um Erlu, að eftir hana lægi, e. t. v tvö bestu kvæði, sem nokkur íslensk kona hefði ort. Aftast í bókinni er kafli um Vestur-fslend- inga, og er hann að tiltölu fyllri en aðalbók- in, þótt fráleitt sé, að hægt væri að telja alla. Saknar maður ýmsra nafna, og þó ekki síst höfundarins sjálfs, sem yrkir fögur lýrísk ljóð, íhugul og persónulegs eðlis. Eftir hann hefir komið út bókin Ljóðmál, meðal annars; og síðan vitanlega margt ágætra kvæða. Fyrir tveimur árum, þar sem eg mintist á bók Stefáns um prósa-höfundana, sló eg fram þeirri ósk, að gott væri að geta eignast svona bók á íslensku. Þetta rættist að nokkru leyti fyi en eg bjóst við. Fyrir einstaka velvild þessara manna til Tímaritsins hafa þeir nú báðir þýtt og endursamið kaflana um Vestur- fslendinga, sem sjá má hér framar í ritinu. Fýrir beiðni ritstj. færðu þeir söguna niðtu' til ársins 1950, og gjörðu hana með því að 75 ára bókmentasögu okkar. ★ í tilefni af framan nefndri bók sendi skáldið Þ. Þ. Þorsteinsson bókarhöfundi eftirfylgjandi stöku: Hlýr þinn vakir andi yfir allri vorri fórn til Braga. Skáldatal þitt lipra lifir lofi þjóðar íslands daga. Richard Bcck: Ættland og erfðir Fyrri hluti þessarar bókar eru samkomu er-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.