Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Qupperneq 133
BÆKUR
indi ýmisleg frá íslendingadögum og öðrum
þjóðrækftissamkomum hér vestra, og eru þvi
mörg hver gamlir kunningjar. Flestar sain-
komuræður eru þess eðlis, að maður kærir sig
ekki mjög um að heyra þær oftar en einu
sinni. Um þessar ræður verður það þó ekki
sagt; þær eru jafn hressilegar og skemtilegar
aflestrar eins og þær voru áheyrnar. Enda er
það ekkert skrum, að sem samkomuþul, stend-
ur enginn dr. Beck á sporði. Auk þess sem
hann skreytir ræður sínar dýrustu perlum ís-
lenskra ljóða-stundum kannske fullmikið-eru
þær sjálfar fullar af eldmóði og hrynjanda.
Tökum til dæmis af handahófi upphaf ræð-
unnar á bls. 94: - Við minnumst hins
svipmikla og hrikafagra ættlands okkar á þess-
um degi: Lands hinna miklu andstæðna, elds
og íss; lands blárra fjalla, grænna dala og
hlíða, blikandi fjallavatna, fjarða og sunda,
hrynjandi fossa og hraðstreymra fljóta, lækja
og linda; lands hinna bragandi norðurljósa á
heiðum vetrarkveldum og á sumrum lands
hinna björtu nátta, sem heilla hugann með
þeirn undramætti, að engum gleymist, sem
undir það áhrifavald hefir komizt . Geri aðiii
betur. Auk hinna djörfu þjóðræknishugvekja,
sem í þeim felst, eru erindin full af þessum
hrynjandi stíl.
Síðari hluti bókarinnar er aftur á móti bók-
mentaritgjörðir ýmislegar; og hefir réttilega
verið bent á greinarnar um skáldin og prest-
ana Jón Þorláksson og Matthías Jockumsson
sem eftirtektarverðastar. En hinar eru líka
allar vel ritaðar og af fræðimannalegri ná-
kvæmni. Mætti benda á ýmsar greinar, sem
birtst hafa f þessu tímariti, þótt það sjáist
hvergi—og veit eg eigi hvers prentarinn lét
það gjalda, nema ef vera skyldi ritstjórans—
má þar til nefna Huldu skáldkonu, Davíð
Stefánsson skáld, og fleiri. En þetta eru ekki
nærri því aliar bókmentaritgjörðir Becks, enda
kvað önnur bók vera í vændum innan skamms.
Bókin er snyrtileg útlits. Kann eg þó hálf-illa
við, að greinarnar renna saman i eina bendu;
ein byrjar þar sem annari lýkur, eins og kap-
itulaskifti í samanhangandi skáldsögu. Á þar
ekki við “- - - - eyðurnar eg þakka þér," o. s.
frv. Og svo eru prentvillurnar—en höf. bók-
arinnar á enga sök á þeim. Þær eru erfðasynd
°kkar prentaranna og sjónsljórra prófarkales-
ara.
115
20th Century
Scandinavian Poetry
Gcneral Editor
Martin S. Allwood
•
Swedish Songs and Ballads
Editor: Martin S. Allwood
•
America-Svensk Lyric
Genom 100 aar 1848—1948.
Martin S. Allwood, M. A.
Rétt þegar tímaritið er að fara í pressuna
berast mér þessar þrjár bæktir til umgetning-
ar, og kann eg útgefandanum, professor Mar-
tin S. Allwood í Geneva, New York, kærar
þakkir fyrir. Prófessor Alhvood er fyrirlesari
í Ensku og enskum fræðum, en sýnist hafa
lagt sérstaka rækt við skandinaviskar bókment-
ir Hann er kvæntur konu af norskum ættum
og hefir hún unnið að þessu verki með hon-
um ásamt öðru ágætu fólki.
Fyrsta bókin, 20th Century Scandinavian
Poetry, er sýnisbók, í enskum þýðingum, ljóð-
skáldskapar allra fimm skandinavisku land-
anna: Islands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar
og Finnlands. Þar er jafnvel kvæði eftir Græn-
lending, sem eiginlega gjörir þjóðirnar sex,
eða sjö, því Finnar yrkja og tala á tveimur
óskyldum tungum.
f kaflanum frá fslandi eru 18 skáld, og hef-
ir Magnús Á. Árnason málari og skáld í Reykj-
avík, gert langflestar þýðingarnar, eða 18 als,
þá er Watson Kirkconnell með 6, Jakobína
Johnson, James Binder og Skúli Johnson með
2 hvert og Páll Bjarnason með 1. Langt urn
stærri eru Ijóðaflokkarnir frá hinum löndun-
um—mest frá Svíunum—og eru þýðingarnar á
þeim yfirgnæfandi flestar eftir útgefandann,
Martin S. Allwood, eða als 285. Finnsku ljóð-
in eins og þau íslensku, eru þó öll þýdd af
öðrum. Nafngreindir fræðimenn frá hverri
þjóð skrifa innganga að kvæðunum, og er
prófessor Stefán Einarsson fyrir hönd Islands.
Varla er hægt að segja, að bókin sé ríg-
bundin við 20. öldina, nema að því er Island
snertir. Ekkert af íslensku kvæðunum gat hafa
verið ort fyrir aldamót. En sama verður ekki
sagt um hinar þjóðirnar. Sum skáldin, sem
kvæði eru eftir, voru búnir að sjá sitt fegursta
um aldamót, og eitt sá jafnvel aldrei 20. öldina
rísa úr hafi tímans. Að vísu rýrir það ekki á-