Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 138

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 138
120 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA í deildura þar, en eg veit, að tilraun var gerð i Selkirk í haust sem leið til að koma á fót líkri kenslu og þar hafði verið árið áður. f þvf tilefni var samkoma haldin þar og flutti séra Valdimar J. Eylands, fyrv. forseti félags- ins, erindi um ísland og ferð sína þangað og dvöl þar, og sýndi einnig hreyfimyndir. Til- raun hefir líka verið gerð á Gimli til að halda uppi íslenzku kenslu, og svo hér i Winnipeg. 1 Riverton hefir verið starfrækt “study group”. scm mætti teljast undir þessum lið, þó að eldra fóik hafi þar aðallega tekið þátt í starfi þess hóps í stað unglinga. En starfið hefir borið góðan árangur cins og skýrsla, sem seinna verður borin hér inn á þing, sýnir. í Winnipeg s. 1. vor var skólinn undir stjórn Miss Salóme Halldórsson og hélt skólinn loka- samkomu í Fyrstu Sambandskirkju, 30. apríl, sem ágætur rómur var gerður að. Miss Hall- dórsson vlidi losna úr skólastjórnastöðunni í haust og tók Mrs. Ingibjörg Jónsson við af henni, en Miss Halldórsson er enn einn kenn- aranna. Skólinn hefir verið starfræktur í Fyrstu lútersku kirkju í haust og vetur. Kenn- arar við hann eru: Mrs. Ragnhildur Guttorms- son; Miss Stefanía Eyford og Mrs. Helen Guð- laugsson. Lítil stúlka, Miss Ruth Horn, spilar undir við söngæfingar skólabarnanna. Eg má ekki láta tækifærið sleppa að auglýsa þakklæti mitt og nefndarinnar fyrir hina ágætu starf- semi þessara kennara í skólanum. Það eru þeir, meðal annara, sem eg á við, þegar eg segi að það er mörgum ágætum mönnum og konum að þakka, að ncfndin hefir gétað leyst það starf af hendi, sem hún hefir getað gert á þessu liðna ári. Án þeirrar hjálpar væri starf- semin margsinnis minni og fátæklegri. I sambandi við skólann ber einnig að minn ast gjafar frá Birni ólafi Pálssyni, sem var hér í Wpg., um tíma, er hann stundaði nám við kennaraskólann. Hann tók þátt x kennara- starfsemi f íslenzku skólunum. Hann sendi heiman frá fslandi tvo árganga af barnarit- inu “Vorið”, fjögur eintök af hverjum árgangi, til notkunar í skólanum hér í Winnipeg. Fé- lagið er honum þakklátt fyrir þessa ágætu gjöf, og kennararnir með. Þeir hafa tilkynt nefndinni, að þetta rit geti orðið skólanum að ágætum notum. Með slíka hjálp og stuðning, sem vér njótum í skóla vorum, ætti cnginn vandi að veia að starfrækja skólakenslu, enda hefir það enginn vandi verið, nema e. t. v. hvað vér vildttm að fleiri börn sæktu skólann en raun er á. En hvort sem þau eru mörg eða fá, þá er verið að vinna þarft verk og lofsam- lcgt, sem verður talið oss til ágætis. Frá skólamáluin er eðlilegt spor til út- breiðslumálanna, og í þeim efnum hefði meira mátt komast í framkvæmd en reyndist. En samt höfum vér ekki Iegið í algjörðu aðgerðar- lcysi í því sambandi. Og hér aftur, hafa nokkr- ir góðir menn orðið okkur að liði. Meðal þeirra má telja séra Valdimar J. Eylands og Dr. Richaid Beck—auk annara. í máímánuði í fyrravor var samkoma hald- in af deildinni “Brúin”, Selkirk, og kom eg þangað og flutti örfá orð, sem kveðju frá Þjóðræknisfélaginu, og sýndi hreyfimyndir. Og aftur í haust í septembermánuði, var sam- koma haldin í Selkirk, eins og búið er að minnast á, og fór þá séra Valdimar J. Eylands þangað með myndir og ræðu. Eg kom fram á íslendingadagshátíðum á Hnausum í júní, og á Gimli í ágúst og flutti kxeðjur fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins á báð- um stöðum. Fimtánda júlí í sumar sem, leið, var haldið upp á fimtíu ára afmæli Brown bygðar og eft- ir beiðni bygðarmanna var eg þar viðstaddur og talaði fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins og ftutti kveðjuorð. Hátíðahaldið var hið ágæt- asta í alla staði. Þar voru menn samankomnir úr bygðinni og aðrir langt að, frumbyggjar og ættingjar þeirra, sem fyrst settust þar að. Veður var gott og fólkið glatt, og að lokinni skemtuninni, sem stóð yfir allan dagirin og langt fram á nótt, voru allir samdóma um, að svona ættu bygðaiafmæli að vera. Seinna um sumarið fór eg ferð norður til Árborgar og hafði meðferðis Dr. Kristjönu Ólafsson, séra Halldór E. Johnson og Ragnar Stefánsson, sem tóku öll þátt í skemtun, sem deildin “Esja” efndi til. Þar kom einnig fram Dr. A. H. S. Gillson, forseti Manitobaháskól- ans. Samkepni fór fram í framsögn meðal yngri drengja og stúlkna, og flutti forseti há- skólans erindi. Samkoman var hin bezta og eiga þjóðræknismenn í Áiborg þakkir skilið fyrir ágæta frammistöðu í þjóðræknismálum. Scinna um haustið, 14. sept., fór eg ferð norður til Riverton og Árborgar með Dr. Þorkel Jóhannesson og frú Hrefnu í heim- sókn til Guttorms skálds Guttormssonar, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.