Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 139

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 139
ÞINGTIÐINDI 121 var farinn sama daginn upp eftir til Wpg., eri við hittum hann þar næsta dag, og til Gunnars Sæmundssonar, forseta “Esjunnar”. Viðtökur voru hinar ágætustu. Aðrar bygðir hefi eg komið í, en ekki altaf í beinum þjóðrækniserindum, en samt blandast þau mál vanalega öll saman. Og líka hafa aðr- ir menn unnið þjóðræknisstörf bæði beinlínis og óbeinlínis. Þar teljast prestarnir allir með, því verksvið þeirra tekur inn þjóðræknina og heldur henni við. Þar að auki hefir Dr. Rich- ard Beck, fyrv. forseti, eins og altaf, með ýms- um hætti sýnt í verki, áhuga sinn fyrir starfi fclagsins og málstað. 1 tilefni af 30 ára af- mæli félagsins ritaði hann um það ítarlega grein, sem birtist í sumar í blaðinu “Akranes” á fslandi. Hann hefir einnig ritað greinar um Vestur-lslendinga og félagsmál vor x önnur ís- lenzk b!öð og tímarit, meðal annars ítarlega ritgerð um heiðursfélaga vorn, Dr. Joseph T. Thorson dómstjóra, í rit Biskups tungna- manna, "Inn til fjalla”, er út kom nýlega. Auk þess hefir Dr. Beck haldið áfram þjóðræknis- og landkynningarstarfsemi sinni, bæði í ræðu og riti hérna megin hafsins, á íslenzku og ensku. Hann flutti meðal annars, aðalræðuna á 50 ái'a landnámshátíð íslenzku bygðarinnar í Brown, Man., sem eg mintist, sem Þjóð- ræknisdeildin “fsland” stóð að, og á lýðveld- ishátíðinni að Mountain, N. Dak„ sem Þjóð- ræknisdeildin “Báran” efndi til. Loks má geta þess, að hann hefir nú lokið við rit sitt um íslenzk skáld, “Icelandic Poets, 1880—1940”, sem nú er í prentun hjá Comell University Press og kemur að öllu forfallalausu út seinna í vetur eða með vorinu. Dr. Beck vinnur með áhuga og elju fyrir málefnum félagsins og vil eg votta honurn þakkir fyrir og vona að vér megum lengi njóta hans. f sumar sem leið ferðaðist gjaldkeri félags- ins, hr. Grettir Jóhannsson suður til Minne- apolis á hátíð Norðmanna þar og var við af- hjúpunarathöfn Leifs styttu, sem Norðmenn stóðu fyrir og hann skilaði kveðju Þjóðrækn- isfélagsins til þeirra. Eins gerði varagjaldkeri hr. Árni Eggertson, er hann fór suður til Mountain, N. Dak., og var staddur við vígslu- athöfn gamalmenna heimilisins þar, þar sem að lesin var upp kveðja frá félaginu. Heillaóskaskeyti og bréf hafa í viðbót verið send víðsvegar til hátíðahalda og annara at- hafna, og sambönd haldist með deildum og félögum. En samt er margt sem mátt hefði vinna í viðbót, ef að tími og möguleikar hefðu leyft. En eins og eg gat um er tími nefndarmanna takmarkaður og öll starfsemin unnin í hjáverkum. Verksviðið er stórt en tími og kraftar oft mjög takmarkaðir. Háskólamál. Þetta mál gæti skoðast að nokkru leyti sem útbreiðslumál, og unnið hafa að því með mikl- um áhuga og ágætum árangri, þeir, sem settir voru í nefndina, sem átti að hafa það mál með höndum, Dr. P. H. T. Thorlakson, Walter dómari Líndal, Árni Eggertsson, K.C., Miss Margrét Pétursson, Grettir Jóhannsson, Lárus Sigurdson læknir og aði'ir. Nefndarmenn þess- ir hafa ferðast um íslenzku byggðirnar og ver- ið i biéflegu sambandi við aði'a íslendinga, þar sem engar deildir eru, og má telja það undravert og lofsamlegt hve vel íslendingar hafa orðið við þessari fjárleitun að stofna kenslustól í íslenzkum fræðum við háskóla Manitobafylkis, og helzt af öllu hve vel þjóð- ræknismenn hafa styi'kt fyrirtækið. Eins og menn vita, er Þjóðræknisfélagið að- alstofnun íslendinga vestan hafs, og fleiri einstaklingar tilheyra félaginu en nokkurri annari félagsstofnun, er samt mikill fjöldi Is- lendinga enn utan félagsins, sem ekki telja sig með í meðlimatölu þess. Fleiri fslendingar standa utan en innan félagsins. En samt sýnir fjársöfnunin til fræðslustólsins hvar aðalsam- tökin Iiggja og hverjir styðja bezt að málum þjóðarbrots vors, þó að í minnihluta séu. Háskólanefndin er nú búin að safna $154,000 (eitt hundiað fimmtíu og fjórum þúsundum dollara) í beinum fjárframlögum og loforðum. En af þessari upphæð eru næst- um því níutíu þúsundir frá þjóðræknismönn- um og félögum, sem í nánu sambandi standa við það. Flest allir hinir, sem gefið hafa, nema í örfáum tilfellum, hafa komið undir bein á- hrif Þjóðræknisfélagsins, sem hefir gert það kleyft að ná þessari fjárupphæð saman, sem hefði, án Þjóðræknisfélagsstofnunarinnar og deilda hennar verið ógerningur að safna. Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins hefir lít- inn beinan þátt tekið í fjársöfnuninni, því hún var undir umsjón nefndarinnar, sem sett var í það mál. En nefndin hefir haft aðstoð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.