Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 141

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 141
ÞINGTIÐINDI 123 Kristjánssonar, fyrv. forseta félagsins, sem heit- ir Albert Sigurðsson, til náms við háskólann þar. Hann á að fá að njóta herbergisins í stúd- entagarðinum, sem gefið var háskóla íslands af Ásmundi P. Jóhannssyni, er eg bezt veit, verður fyrstur stúdenta héðan að njóta þess herbergis. Svo ber að minnast ferðar sr. Sveinbjörns ólafssonar til Islands og dvalar hans þar s.l. sumar. Hann kom fram á ýmsum fundum, sem haldnir voru, flutti kveðjur í útvarpið og ferðaðist um landið. Með ferð sinni varð hann enn annar lengiliður milli vors og Islands, sem styrkir böndin, sem binda oss við ætt- jörðina. Það má segja með sanni, að samböndin við fsland haldast enn, og allt bendir til þess, að þau haldist um mörg ókomin ár, eins og að undanförnu, með bréfaskiptum og ferðum góðra gesta að heiman og manna héðan og heim. Samsæti og samkomuhöld Undir þessum lið telst fyrst og fremst sam- sætið, sem haldið var sendiherra Thor Thors og frú Ágúslu að loknu þingi í fyrra. Þetta samsæti var án efa hið veglegasta og bezta, sem Isiendingar hafa hér haldið. í því samsæti voru fylkisstjóri, R. F. McWilliams og frú; forsætisráðherra Campbell og frú; bæjarstjóri Winnipegborgar, Mr. Coulter og frú; forseti háskólans, Dr. Gillson og frú auk annara hátt- scttra manna og kvenna og fjölda þingfull- tiúa og vina. Eins og áður er getið var Dr. Thorkell Jóh- annesson og frú Hrefna hér á ferð í sumar sem leið og hélt Þjóðræknisnefndin þeim sam- sæti í sal hjá Hudson’s Bay-félaginu, 16. sept. Auk gestanna voru nokkrir aðrir vinir, sem heiðra vildu þessi mætu hjón frá íslandi. Vér fögnuðum komu þeirra hingað og minnumsl þeirra hjóna með þakklæti. Til Eundar ferðaðist eg 14. ágúst s.l. til að taka þátt í samsæti, sem bygðarmenn héldu Vigfúsi Guttormssyni og frú í tilefni af 50 ára giftingarafmæli þeirra. Eg flutti þar kveðju Þjóðræknisfélagsins, og fyrir hönd þess óskaði eg gullbrúðhjónunum allra heilla. Ellefta nóvember í haust átti rithöfundur, sagnirtari og skáld, Þorsteinn Þ. Þorsteinsson sjötugsafmæli og komum við ritari Þjóð- ræknisfélagsins í heimsókn til hans til þess að minnast dagsins og að fagna honum með dá- lítilli minningargjöf frá félaginu, til að sýna honum virðingu og heiður, sem hann á marg- skilið fyrir ritstörf sín á hinum ýmsu sviðum, sem hann hefir unnið. Hans er minst í Tíma- ritinu þetta ár og veit eg að allir fslendingar hugsa til hans með hlýjum hug. Önnur mál. Undir þessuin lið, held eg að eg hafi engu við að bæta, nema e.t.v. aðeins að benda mönn- um á það mikla starf, sem Þjóðræknisfélagið hefir með höndum, margbrotið og stundum flókið. Margt verður hér á þessu þingi að taka til íhugunar og umræðu og þingsamþykta. Látum oss því nú, er vér komum saman á þetta þrítugasta og fyrsta þing Þjóðræknis- félagsins, að ákveða með sjálfum oss, að ræða mál vor og afgreiða þau með það eitt fyrir sjónum að vinna félaginu hag og styðja að því, sem , getur orðið heildinni sem beztur styrkur í þjóðræknisviðleitni hennar, þjóðar- broti voru hér veslra til heiðurs og sóma. Svo segi eg þetta þrítugasta og fyrsta árs- þing Þjóðræknisfélags fslendinga í Vestur- heimi sett. Eg þakka fyrir góða áheyrn og bið þingheim að taka til starfa. Philip M. Pétursson, forseti Dr. Beck gjörði tillögu um að ávarpi for- setans sé veitt móttaka með þökkum, að því viðbættu, að séra Sveinbjörn Ólafsson, hefði verið einn þeirra manna sem til íslands hefði farið á árinu og getið sér þar hinn bezta orð- stír. G. J. Oleson studdi. Samþykt. J. J. Bíldfell stakk upp á að forseti skipi I5r*ggja tuanna kjörbréfanefnd. Forseti skipaði i nefndina séra Egil Fafnis, Jón Ásgeirsson og frú B. E. Johnson. Þorsteinn Gíslason stakk upp á og Hjörtur Hjaltalín studdi, að forseti skipi þrjá menn í dagsrárnefnd. Samþykt. Forseti skipaði, Dr. Richard Beck, Böðvar Jakobsson og Þorstein Gíslason í þá nefnd. Féhirðir, G. L. Jóhannsson, las og skýrði skýrslu sína og lagði til að henni væri vísað til væntanlegrar fjármálanefndar. Frú P. S. Páls- son studdi. Samþykt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.