Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 141
ÞINGTIÐINDI
123
Kristjánssonar, fyrv. forseta félagsins, sem heit-
ir Albert Sigurðsson, til náms við háskólann
þar. Hann á að fá að njóta herbergisins í stúd-
entagarðinum, sem gefið var háskóla íslands
af Ásmundi P. Jóhannssyni, er eg bezt veit,
verður fyrstur stúdenta héðan að njóta þess
herbergis.
Svo ber að minnast ferðar sr. Sveinbjörns
ólafssonar til Islands og dvalar hans þar s.l.
sumar. Hann kom fram á ýmsum fundum,
sem haldnir voru, flutti kveðjur í útvarpið og
ferðaðist um landið. Með ferð sinni varð hann
enn annar lengiliður milli vors og Islands,
sem styrkir böndin, sem binda oss við ætt-
jörðina.
Það má segja með sanni, að samböndin við
fsland haldast enn, og allt bendir til þess, að
þau haldist um mörg ókomin ár, eins og að
undanförnu, með bréfaskiptum og ferðum
góðra gesta að heiman og manna héðan og
heim.
Samsæti og samkomuhöld
Undir þessum lið telst fyrst og fremst sam-
sætið, sem haldið var sendiherra Thor Thors
og frú Ágúslu að loknu þingi í fyrra. Þetta
samsæti var án efa hið veglegasta og bezta, sem
Isiendingar hafa hér haldið. í því samsæti
voru fylkisstjóri, R. F. McWilliams og frú;
forsætisráðherra Campbell og frú; bæjarstjóri
Winnipegborgar, Mr. Coulter og frú; forseti
háskólans, Dr. Gillson og frú auk annara hátt-
scttra manna og kvenna og fjölda þingfull-
tiúa og vina.
Eins og áður er getið var Dr. Thorkell Jóh-
annesson og frú Hrefna hér á ferð í sumar
sem leið og hélt Þjóðræknisnefndin þeim sam-
sæti í sal hjá Hudson’s Bay-félaginu, 16. sept.
Auk gestanna voru nokkrir aðrir vinir, sem
heiðra vildu þessi mætu hjón frá íslandi. Vér
fögnuðum komu þeirra hingað og minnumsl
þeirra hjóna með þakklæti.
Til Eundar ferðaðist eg 14. ágúst s.l. til að
taka þátt í samsæti, sem bygðarmenn héldu
Vigfúsi Guttormssyni og frú í tilefni af 50 ára
giftingarafmæli þeirra. Eg flutti þar kveðju
Þjóðræknisfélagsins, og fyrir hönd þess óskaði
eg gullbrúðhjónunum allra heilla.
Ellefta nóvember í haust átti rithöfundur,
sagnirtari og skáld, Þorsteinn Þ. Þorsteinsson
sjötugsafmæli og komum við ritari Þjóð-
ræknisfélagsins í heimsókn til hans til þess að
minnast dagsins og að fagna honum með dá-
lítilli minningargjöf frá félaginu, til að sýna
honum virðingu og heiður, sem hann á marg-
skilið fyrir ritstörf sín á hinum ýmsu sviðum,
sem hann hefir unnið. Hans er minst í Tíma-
ritinu þetta ár og veit eg að allir fslendingar
hugsa til hans með hlýjum hug.
Önnur mál.
Undir þessuin lið, held eg að eg hafi engu
við að bæta, nema e.t.v. aðeins að benda mönn-
um á það mikla starf, sem Þjóðræknisfélagið
hefir með höndum, margbrotið og stundum
flókið. Margt verður hér á þessu þingi að taka
til íhugunar og umræðu og þingsamþykta.
Látum oss því nú, er vér komum saman á
þetta þrítugasta og fyrsta þing Þjóðræknis-
félagsins, að ákveða með sjálfum oss, að ræða
mál vor og afgreiða þau með það eitt fyrir
sjónum að vinna félaginu hag og styðja að
því, sem , getur orðið heildinni sem beztur
styrkur í þjóðræknisviðleitni hennar, þjóðar-
broti voru hér veslra til heiðurs og sóma.
Svo segi eg þetta þrítugasta og fyrsta árs-
þing Þjóðræknisfélags fslendinga í Vestur-
heimi sett. Eg þakka fyrir góða áheyrn og bið
þingheim að taka til starfa.
Philip M. Pétursson, forseti
Dr. Beck gjörði tillögu um að ávarpi for-
setans sé veitt móttaka með þökkum, að því
viðbættu, að séra Sveinbjörn Ólafsson, hefði
verið einn þeirra manna sem til íslands hefði
farið á árinu og getið sér þar hinn bezta orð-
stír. G. J. Oleson studdi. Samþykt.
J. J. Bíldfell stakk upp á að forseti skipi
I5r*ggja tuanna kjörbréfanefnd. Forseti skipaði
i nefndina séra Egil Fafnis, Jón Ásgeirsson og
frú B. E. Johnson.
Þorsteinn Gíslason stakk upp á og Hjörtur
Hjaltalín studdi, að forseti skipi þrjá menn í
dagsrárnefnd. Samþykt. Forseti skipaði, Dr.
Richard Beck, Böðvar Jakobsson og Þorstein
Gíslason í þá nefnd.
Féhirðir, G. L. Jóhannsson, las og skýrði
skýrslu sína og lagði til að henni væri vísað til
væntanlegrar fjármálanefndar. Frú P. S. Páls-
son studdi. Samþykt.