Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 160
142
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
muni, sem ættu heima á safninu, til skjala-
varðar félagsins, hr. Ólafs Péturssonar, 123
Home St. Winnipeg, Man.
Á þjóðræknisþingi 22. febrúar 1950
Álitið samþykt umræðulaust.
S. Baldvinsson
Richard Beck
Kosning embættismanna
Samkvæmt lögum fara þær fram kl. 2 e. h.
þriðja þingdaginn og þar sem sá tími var
kominn, var vikið frá öðrum málum og geng-
ið til kosninga. Stungið var uppá séra Philip
M. Péturssyni og Walter Lindal fyrir forseta.
Sá síðarnefndi baðst undan kosningu, svo séra
Philip var kosinn í einu hljóði. Vara-forseti
T. J. Oleson cndurkosinn. J. J. Bíldfell endur-
kosinn skrifari, Vara-skrifari endurkosinn frú
Ingibjörg Jónsson. G. L. Jóhannsson, endur-
kosinn féhirðir, og Grettir Eggertsson vara
var-féhirðir. Guðmann Levy endurkosinn fjár-
málaritari og A. G. Eggcrtsson vara-fjármála-
ritari. Ólafur Pétursson endurkosinn skjala- og
eignavörður. Yfirskoðunar maður sá sem útenl
hafði kjörtímabil sitt, endurkosinn.
Forseti skýrði frá að forseti háskóla Mani-
tobafylkis væri kominn á þingið og bauð
hann velkominn og bað Walter Lindal dóm-
ara að kynna hann þingfólkinu, sem að dóm-
arinn gerði með stuttri, en snjallri ræðu.
Dr. A. H. S. Gillson ávarpaði svo þingið.
Hann er maðtir málsnjall og flutti bæði snjallt
og áhrifamikið erindi. Dr. Beck ávarpaði for-
seta háskólans með nokkrum velvöldum orð-
um og bað þingheim að votta forsetanum
þakklæti sitt með því, að standa á fætur, sem
hann og gerði.
Rithandar og nafnabók Lárusar S. Ólafssonar
J. J. Bíldfell mintist á þessa bók, þýðing
hennar og hina lofsamlegu viðleitni Lárusar
Ólafssonar mcð að varðveita nöfn Islendinga
í Ameríku frá gleymsku og glötun og rithönd
þeirra og hvatti menn til að sinna málinu.
Séra Egill Fafnis lagði til og Mrs. P. S.
Pálsson stucldi, að Trausti Isfeld sé falið að
taka bókina til Selkirk til þess að fá fólk þar
til að skrifa nöfn sín í hana og senda hana svo
eftir tvo mánuði til stjórnarnefndar Þjóð-
ræknisfélagsins í Winnipeg aftur. Samþykt.
Séra Egill Fafnis vakti máls á, að æskilegt
væri ef því yrði viðkomið í framtíðinni að
sýna parta úr leikritum á samkomum Þjóð-
ræknisfélagsins, sagði að það mundi bæði
vekja fólk, auka aðsókn að samkomunum og
tieysta sambandið við ættþjóðina.
Hann lagði og til, að þingmenn láti í ljósi
þakklæti sitt til stjórnarnefndarinnar fyrir
starf hennar á síðasta ári með því að standa
á fætur og var það gert.
Fundi var svo frestað til kl. 8. e. h.
Sjöundi og síðasti fundur þingsins var sett-
ur í Sargent Park School Auditorium í Win-
nipeg kl. 8.30 e. h.
Dr. Beck. lagði til og Th. J. Gíslason studdi,
að stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins sé falið
að staðfesta tvo síðustu fundargjörninga þings-
ins og að annast hvað annað, sem að ólokið
kynni að vera af störfum þingsins. Samþykt.
Forseti kvaddi ritara til að bera fram form-
lega uppástungu um þá menn, sem valdir
höfðu verið heiðursfélagar, en þeir voru, G.
J. Óleson, friðdómari í Glenboro, Man.; Ein-
ar Páll Jónsson, ritstjóri Winnipeg, og Stefán
Einarsson, ritstjóri í Winnipeg. Dr. Beck
studdi tillöguna og mintist heiðursfélaganna
með hlýjuin og velvöldum orðum. Svo fór
fram eftirfylgjandi, skemtiskrá.
Yngismeyjar tvær lásu islenzk kvæði prýði-
isvel, Lorna Stefánsson frá Gimli, og Fern
Hallsson frá Riverton. Gunnar Pálsson frá
New York söng einsöngva sem að ágætur róm-
ur var gerður að.
Enfremur sungu frú Lilja og ungfrú Evelyn
Thorvaldsson öllum til ánægju.
Dr. Beck flutti fróðlega og snjalla ræðu um
starfstilhögun á þingi Sameinuðu þjóðanna i
New York.
Að svo mæltu sleit forsetinn þinginu.
J. J. Bíldfell
ritari