Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 26

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 26
8 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA vortíma. Enn er ógetið útgáfu Þor- kels Merkir íslendingar, ævisögur og minningargreinar, er fyrst komu út 1947; alls hafa komið sex bindi, gefin út af Bókfellsútgáfunni; margt af þessu eru ævisögur merkismanna úr Andvara, sem annars mundu vera gleymdar og grafnar í tímaritinu. Virtist mér fara vel á því að fylla eitt bindi af ævisögum eftir Þorkel sjálfan, en hann hefur skrifað um Einar Benediktsson, Tryggva Þór- hallsson, Dr. Rögnvald Pétursson, Magnús Stephensen, Guðmund Frið- jónsson, Unni Benediktsdóttur, og mun þá ekki allt upp talið. Árið 1955 var Þorkell einn af stofnendum Almenna bókfélagsins og var kosinn formaður ráðs þess vorið 1959. Hann hafði líka stundum verið í Mennta- málaráði. Enn fremur var hann í út- gáfuráði Nordisk Kuliurleksikon, er gefið var út í Kaupmannahöfn. Hann varð prófessor í sögu við Há- skólann 1944. Loks var hann kosinn rektor Háskólans eftir Alexander Jóhannesson haustið 1954 til þriggja ára, endurkosinn 1957 og loks 1960. Sýnir þetta vel traust manna á hon- um, enda veit ég ekki til þess að hann hafi nokkurn tíma brugðizt neinum. Um störf hans fyrir Háskól- ann er mér lítt kunnugt, þó vissi ég að Háskólinn átti í sumar kvik- myndahús í byggingu. Enn fremur var rektor boðið á háskólahátíðir í Noregi í sumar og skildist mér á honum, að slík reynsla mundi koma sér vel næsta vor, er íslenzki Há- skólinn ætti hálfrar aldar afmæli. Var hann með hugann við það, er ég hitti hann síðast. Þorkell var kvæntur Hrefnu Bergsdóttur frá Ökrum á Mýrum. Þau giftust sumarið 1935. Var hún manni sínum mjög hjálpleg í starfi hans og enginn eftirbátur um gest- risni, höfðingskap og híbýlaprýði utan húss og innan, eins og gestir þeirra geta borið. Þau hjónin áttu ekki barn, en höfðu tekið telpu til fósturs. Mjög á þessi kona nú um sárt að binda að missa mann sinn svo óvænt og langt um aldur fram, þótt það eitt sé til bóta að bezt sé bráðkvöddum að fara. Er vonandi, að vinir Þorkels muni henni nú drengskap hennar við bónda sinn og reyni að hjálpa henni í hvívetna yfir þann örðuga hjalla, er hún hef- ur nú lagt á. The Johns Hopkins University, Siefán Einarsson Rit Þorkels eru skráð í Árbók Háskóla íslands 1946-47 og 1951-52.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.