Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 30

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 30
12 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA klukkustundum viðstöðulaust frá New York til Reykjavíkur. Mér varð hugsað til nafna hans, hins heppna og sögufræga, er fann Vín- land hið góða eftir að hafa velkzt lengi í hafi. En vel er hann að nafn- giftinni kominn og um leið prýði- lega af henni sæmdur, þar sem er um jafn myndarlegan og hraðskreið- an farkost að ræða og „Leifur Eiríksson“ er. „Hve sælt, hve sælt að líða um hvolfin heið,“ segir Einar skáld Benediktsson í snjöllu kvæði sínu „Svanur“, og mér urðu þau orð hans ofarlega í huga, er við á þessu bjarta júníkvöldi svifum austur, ofar skýj- um, hvolfin heið og blá, og er lengra leið, undir blikandi stjörnum. Þá sóttu enn fastar á hug minn þessi andríku og fleygu orð sama skálds úr „Norðurljósum“ hans: „Nú finnst mér það allt svo lítið og lágt, sem lifað er fyrir og barizt er móti. Þó kasti þeir grjóti og hati og hóti, við hverja smásál ég er í sátt. Því bláloftið hvelfist svo bjart og hátt. Nú brosir hver stjarna, þótt vonirnar svíki, og hugurinn lyftist í æðri átt, nú andar guðs kraftur í duftsins líki. Vér skynjum vorn þrótt, vér þekkjum í nótt vorn þegnrétt í ljóssins ríki.“ En fleira varð mér til ánægju- auka á flugferðinni heldur en hin ágæta aðbúð í flugvélinni og heill- andi umhverfið í loftsins fangvíðu og bláu sölum. Ég hafði hinn ákjós- anlegasta sessunaut, þar sem var sjálfur biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, á heimleið úr sögulegri og kærkominni heimsókn sinni til okkar íslendinga vestan hafsins, er lengi mun geymast okk- ur í þakklátum huga. Margt bar á góma í samtölum okkar félaganna á flugleiðinni austur, því að fremur lítið var sofið, og sumar féllu hugs- anirnar í stuðla. Þá er leiðin var nærri hálfnuð, hraut mér þessi vísa af vörum: „Leifur“ skýja kólgukaf klýfur vængjum þöndum, bráðum verður hálfnað haf heim að ættarströndum. Eitthvað mun mér hafa runnið í brjóst, og var langt komið leið, er ég hóf aftur vísnagerðina með þess- um árangri: Leiðin styttist, lyftist brátt landið kært úr öldum, sólu roðið, sumarblátt, sveipað geislatjöldum. Það brást heldur ekki. Þegar hinn þráði draumur rættist og ísland reis úr sæ, hló það við sjónum í fegursta sumarskrúða. Við ferða- langarnir stigum þar fæti á grund á svo fögrum júnímorgni, að fáa getur slíka eða fegurri. Skáldleg en raunsönn lýsing Stephans G. Steph- anssonar, „Nóttlaus voraldar ver- öld, þar sem víðsýnið skín,“ hljóm- aði mér í eyrum eins og yndisþýtt viðlag, er ég svipaðist um af flug- vellinum og naut morgunfagurs út- sýnisins til hafs og fjalla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.