Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 31

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 31
SVIPLEIFTUR ÚR SUMARDVÖL Á ÍSLANDI 13 Alburðaríkir dagar í höfuðborginni 1 Reykjavík er mikið athafna- og menningarlíf, eins og vænta má og vera ber um höfuðborg landsins. Verður það ekki sízt sagt um júní- mánuð, því að þá halda alls konar félög þar ársþing sín, og svo var einnig síðastliðið vor. Samband íslenzkra berklasjúkl- inga hélt tólfta ársþing sitt þar í ná- grenninu (að Vífilsstöðum) snemma í júní, en sá ágæti fléagsskapur hefir unnið mikið og merkilegt starf til útrýmingar berklaveiki á íslandi og til hjálpar þeim, sem höfðu end- urheimt heilsu sína, ekki sízt með stofnun hins frábæra vinnuhælis Heykjalundar. En hið sérstaka tilefni þess, að þingið var að þessu sinni haldið að Vífilsstöðum var það, að heilsuhælið þar átti 50 ára afmæli á árinu, er var hátíðlegt haldið þ. 6. september í haust. Hefir svo mikið áunnizt í baráttunni við „hinn hvíta dauða“, að dánartala berklasjúklinga á ís- landi hefir lækkað um 98%. Er þar um að ræða stórkostlega sigurvinn- mgu, enda dáði landlæknir Dana, er var í heimsókn á íslandi nýliðið sumar, það mjög, hvað ísland stend- ur framarlega í heilbrigðismálum, úæði á sviði berklavarna og um heilsuvernd að öðru leyti; barna- dauði mun t. d. hvergi lægri en þar. Um svipað leyti hélt Samband ís- lenzkra barnakennara 16. fulltrúa- þing sitt í Reykjavík, og voru þar, meðal annarra viðfangsefna, rædd launamál kennarastéttarinnar og kennaraskorturinn á landinu, sem er að verða alvarlegt vandamál. Kenn- arastéttin íslenzka, og þeir, sem vinna að fræðslumálunum þarlend- is, eiga því hvað það snertir, við sambærileg vandkvæði að glíma og við, er á því sviði störfum og um þau mál fjöllum hér vestan hafsins. Litlu síðar var sextugasta þing Stórstúku Góðtemplarareglunnar á íslandi einnig haldið í Reykjavík, og voru þar samþykktar margar at- hyglisverðar tillögur í bindindis- málunum. Á Stórstúkan sér að baki eigi aðeins langa sögu og merka, heldur einnig mikið og mannbæt- andi starf í þjóðar þágu. Síðast en langt frá sízt ber þess að geta, að Prestastefna íslands var háð í Reykjavík seint í júní, og hafði hún til meðferðar ýmis aðkallandi vandamál íslenzkrar kirkju og prestastéttarinnar. í hinni efnis- miklu yfirlitsskýrslu sinni við setn- ingu prestastefunnar minntist Sig- urbjörn Einarsson biskup sérstak- lega vinsamlega á ferð sína vestur um haf, og komst meðal annars svo að orði: „Þeim megin er áhugi ein- dreginn á gagnkvæmum, örvandi samskiptum og kynnum, og þjóð vor og kirkja eiga þar sterka vinar- hugi. Hverju handtaki — og þau voru mörg — fylgdi hjartanleg kveðja til íslands og ástarjátning til þess, sem íslenzkt er.“ Mér veittist sú ánægja að koma á öll þessi þing eða samkomur í sambandi við þau, er var jafnframt mjög lærdómsríkt, því að í viðfangs- efnum þeirra speglaðist íslenzkt þjóðlíf og menningarleg starfsemi með ýmsum hætti. Þar voru einnig mættir fulltrúar úr öllum lands- hlutum, og því ágætt tækifæri til að endurnýja gömul kynni og tengj- ast nýjum vináttuböndum, og til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.