Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Qupperneq 37
SVIPLEIFTUR ÚR SUMARDVÖL Á ÍSLANDI
19
„Að klæða landið"
Eins og dæmi Indriða Einarssonar
sýnir í leikhúsmálinu, hafa skáldin
ósjaldan verið og eru enn sjáendur
og spámenn í lífi þjóðanna, lang-
sýnustu ættjarðarvinirnir, og þá um
leið tíðum langt á undan sínum
tíma. Jónas Hallgrímsson sannaði
það eftirminnilega með orðunum al-
kunnu: „Fagur er dalur og fyllist
skógi.“ Hannes Hafstein sá sömu
sýn, er hann segir í „Aldamótaljóð-
um“ sínum: „Menningin vex í lundi
nýrra skóga.“
ar, landbúnaðarráðherra og nokkrir
gestir, samtals um 40 manns. Naut
ég þeirrar miklu ánægju að vera
boðinn í ferðina. Sessunautur minn
var Sigurður Bjarnason ritstjóri,
ágætur og skemmtilegur félagi. Far-
ið var úr Reykjavík kl. 10 á mánu-
dagsmorguninn 27. júní, haldið rak-
leitt austur að Geysi og snæddur þar
hádegisverður. Var glatt á hjalla í
langferðabílnum, mikið um söng og
óspart látið fjúka í kviðlingum. Guð-
mundur Marteinsson verkfræðingur,
formaður Skógræktarfélags Reykja-
f Haukadalshlíðum. Hæsía íréð, sem dr. Beck siendur hjá — um 9 ára gamali
Þessi fagri draumur skáldanna um
að klæða ísland skógi er nú að verða
að veruleika í vaxandi mæli, fyrir
starf Skógræktarfélags íslands, ann-
arra slíkra félaga og áhugamanna.
Skógræktarfélag íslands átti 30 ára
afmæli seint í júní og minntist þess
með ferð austur í Haukadal og að
Þingvöllum. í ferðalaginu tóku þátt
formaður félagsins, Valtýr Stefáns-
son ritstjóri, aðrir stjórnarnefndar-
fflenn og starfsmenn skógræktarinn-
víkur, stjórnaði söng og öðrum
skemmtiatriðum með rögg og prýði.
Að loknum hádegisverðinum að
Geysi, var haldið fram í Haukadal
og skoðuð skógræktin á þeim slóð-
um, en þar hefir verið unnið að
gróðursetningu trjáplantna í nær-
fellt 20 ár, við ágæt skilyrði og með
sambærilegum árangri. Sigurður rit-
stjóri skrifaði í blað sitt ítarlega og
skemmtilega grein um afmælis-
ferðalagið, og fæ ég ekki betur gert