Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Qupperneq 38
20
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
en vitnað til þeirrar lýsingar hans á
Haukadalsf er ðinni:
„ G e s t i r Skógræktarfélagsins
gengu nú um hlíðar Haukadals og
skoðuðu árangur skógræktarstarfs-
ins þar. Fyrst var staðnæmzt í svo-
kallaðri Austmannabrekku, en þar
hófu Norðmenn gróðursetningu
skógar í stórum stíl vorið 1949. Var
þarna gróðursett meðal annars tölu-
vert af rauðgreni og eru hæstu trén
þar nú orðin á þriðja meter á hæð.
Skógræktarfélagið hóf gróður-
setningu furubelta í Haukadal árið
1943. Er þar um að ræða skógar-
furu, sem nú er orðin um það bil
2V2 metri á hæð. Síðan hefir verið
gróðursett bæði sitkagreni, lerki og
staðarfura á þessum slóðum. Hefur
skógurinn dafnað þarna mjög vel.
Þegar komið var í Haukadal, gekk
á með smáskúrum. En þegar á dag-
inn leið birti upp með glaða sólskini.
Var mjög fagurt og hlýlegt um að
litast í hlíðum Haukadals þennan
dag. Að lokinni skógargöngunni var
haldið til kirkju í Haukadal. Rifjaði
Hákon Bjarnason skógræktarstjóri
þar upp nokkur atriði úr sögu hins
fornfræga höfuðbóls, en síðan voru
sungnir sálmar. Frú Ólöf Árnadótt-
ir, kona Hákonar Guðmundssonar
hæstaréttarritara, lék á orgel, en
skógræktarmenn og gestir þeirra
sungu svo að þeim sjálfum þótti un-
un á að heyra!
Frá Haukadal var haldið í hinu
fegursta veðri kl. rúmlega 6 um
kvöldið. Þótti öllum heimsóknin í
Haukadalsskóg og Austmanna-
brekku hafa verið hin ánægjuleg-
asta. Til Þingvalla var síðan komið
kl. tæplega 8 og sezt þar að kvöld-
verði. Voru þar margar ræður, og
eins og að líkum lætur fyrst og
fremst rætt um skógræktina, stofn-
un Skógræktarfélags íslands á Þing-
völlum 1930, árangurinn af starfinu
síðan og framtíðarmöguleika skóg-
ræktarinnar á íslandi.“ (Morgun-
blaðið, 1. júlí 1960).
Hákon Guðmundsson hæstaréttar-
ritari og ritari Skógræktarfélagsins
stjórnaði hófinu, en meðal ræðu-
manna voru Ingólfur Jónsson land-
búnaðarráðherra; Hákon Bjarnason
skógræktarstjóri; Steingrímur Stein-
þórsson búnaðarmálastjóri og Her-
mann Jónasson fyrrv. forsætisráð-
herra, sem allir hafa mjög komið
við sögu íslenzkrar skógræktar.
Sjálfur flutti ég félaginu kveðjur
og árnaðaróskir Vestur-íslendinga.
Sérstaklega eftirtektarverð voru
ummæli prófessors Hesmer frá
Þýzkalandi, er dvaldi um þær mund-
ir á íslandi sem gestur skógræktar
ríkisins, en hann er kunnur sérfræð-
ingur í skógræktarmálum. Kvaðst
hann hafa mikla trú á því, að mögu-
legt væri að rækta nytjaskóga á Is-
landi, og að Islendingar hefðu nú
aðstöðu til þess að byggja á þeirri
víðtæku reynslu, sem fyrir hendi
væri í heiminum í þeim efnum.
„Þótti öllum, er þátt tóku í þess-
ari ferð, dagurinn hafa verið bjartur
og fagur,“ segir Sigurður ritstjóri
réttilega í lok greinar sinnar. Mér
verður dagurinn með öllu ógleym-
anlegur; hann opnaði mér nýja
heima, jók mér skilning á gróður-
mætti íslenzkrar moldar og þekk-
ingu á því merka verki, sem íslenzk-
ir skógræktarmenn hafa unnið og
eru að vinna, og á miklum framtíð-
armöguleikum á því sviði.
Nokkrum dögum síðar, sunnudag-
inn 3. júlí, var ég gestur og ræðu-