Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 42

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 42
24 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Að Básum í Grímsey. nyrzta bæ á íslandi. Frá vinstri til hægri: Gísli ólafsson, Árni Bjarnarson. dr. Richard Beck, séra Pélur Sigurjónsson og Einar Einarsson (Grímseyingur) en sauðfé gengur þar nær sjálfala. Átti maður, satt að segja, dálítið erfitt með að átta sig á því, að maður væri staddur norður á heimskauts- baugi, og norðar þó, er kom á nyrzta hluta eyjarinnar, en vel er henni lýst í þessum erindum úr kvæðinu „Grímsey“ eftir Þórólf Jónasson (Eimreiðin, maí-ágúst 1960): „Rís fyrir stafni úr Regin sæ reifuð í morgun ljóma Grímseyjar háa, bratta bjarg bústaður ótal hljóma. Berast út yfir hafsins hrönn hljóðöldur þúsund óma fugla, sem þessa bláa bjargs byggir hvern stall með sóma. Fagurgræn uppi á bjargsinss brún bylgjast í morgun svala töðugrösin, sem tryggja bezt tápmikinn búfjársmala, litfögur blóm við lambahjörð ljúflingsmál vorsins tala. En Ishafsbárur við Eyjarfót og urðina kalda hjala.“ Það var sannarlega líflegt að koma í Grímsey daginn, sem við vorum þar, fólk var á kafi í síldar- og fisk- verkun, því að mikil síld hafði borizt þar á land, og ágætis þorskafli á alla báta. Þóttist ég því hafa sótt vel að, og við félagar, og hlakkaði mér sjómannshugur í brjósti, með þeim árangri, að þegar niður á bryggjuna kom, þar sem síldarverkunin og fiskaðgerðin stóðu sem hæst, stóðst ég ekki lengur freistinguna, en fékk lánaða olíusvuntu og flatningshníf og flatti nokkra þorska upp á gamla vísu. En það er með þau handtök eins og sundtökin, að þau gleymast ekki. Hitt skal ég ósagt látið, hversu hlutgengur ég myndi nú reynast í þessum efnum. En þrátt fyrir miklar annir tóku Grímseyingar ágætlega á móti okk- ur félögum. Snæddum við ljúffeng- an hádegisverð heima hjá þeim hjónum Guðmundi Jónssyni og Steinunni Sigurbjarnardóttur, en drukkum seinna síðdegiskaffi á heimili Magnúsar hreppstjóra, og var þar veitt af sömu rausn, en dá- lítið tækifæri gafst mér til að ræða við Magnús niðri á bryggjunni, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.