Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 43

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 43
SVIPLEIFTUR ÚR SUMARDVÖL Á ÍSLANDI 25 hann er athafnamaður mikill og for- ystumaður þeirra Grímseyinga, og var gaman við hann að ræða. Mikla þökk skuldum við félagar einnig Einari Einarssyni, er fylgdi okkur um eyjuna, sagði okkur margt úr sögu hennar og fræddi okkur um staðhætti að öðru leyti, en hann er greindur og glöggur fróðleiksmaður, og einnig fágætur hagleiksmaður. Að sjálfsögðu komum við í Gríms- eyjarkirkju, og þótti mér mikið til hennar koma. Er henni, afstöðu eyj- arbúa til hennar og þætti Einars Einarssonar í viðhaldi hennar ágæt- lega lýst í eftirfarandi orðum í prýðilegri grein Rósbergs G. Snæ- dals „Hinkrað við á heimskauts- baugi“ í þáttasafni hans Fólk og fjöll (Akureyri 1959): „Brauðinu þjónar (síðan 1953) séra Pétur Sigurgeirsson prestur á Akur- eyri. í Miðgörðum er snotur, en gömul timburkirkja og hafa Gríms- eyingar nýlega gert hana upp og Prýtt með ýmsu móti, svo nú er hún eitthvert geðþekkasta guðshús, sem ég hef komið í. Öllum eyjarbúum þykir vænt um kirkju sína, en mest á hún þó í þessu tilliti að þakka einum manni, sem er aðfluttur fyrir nokkrum árum, Einari Einarssyni smið og þjóðhaga. Hann hefur séð nm endurbætur á kirkjunni yzt sem innst og gefið henni marga kjör- Sripi, smíðaða með eigin höndum, svo sem skírnarfont, gestabók og útihurð, allt listilega útskorið. For- login virðast í þessu tilfelli hafa verið vilholl litlu eyjarkirkjunni og þannig hafa Grímseyingar oft og einatt hlotið höpp og happasend- ingar.“ Við félagar komum einnig á flesta bæi á eyjunni, og alls staðar voru viðtökurnar jafn alúðlegar, en húsa- kynni eru þar nú prýðileg, torfbæ- irnir með öllu að kalla má úr sög- unni. Að sjálfsögðu lögðum við leið okkar að Básum, nyrzta bæ á ís- landi, sem mun vera rétt á heim- skautsbaugnum eða við hann. Torf- bærinn þar er ekki lengur í byggð, en nýtt steinhús er að rísa við hlið- ina á honum. Þannig mætist það gamla og nýja í Grímsey, eins og svo víða annars staðar á íslandi með ýmsum hætti, þar sem orðið hefur gjörbylting í athafna- og þjóðlífinu á örstuttum tíma. Minnisstæð verður mér einnig koman heim til hans Stefáns Eð- valdssonar í Vallakoti, sem er gam- all og veðurbarinn siggarpur og harmoníkuleikari þeirra Grímsey- inga. Séra Pétur Sigurgeirsson, er var, eins og fyrr segir, með í ferð- inni, spurði Stefán, hvort hann ætl- aði ekki að spila fyrir mig á har- moníkuna sína. Varð hann vel við þeim tilmælum og lék af miklum fimleik og fjöri nokkur danslög, sem voru mér flest gamalkunn frá því á yngri árum mínum austur á Reyðarfirði, þegar maður lét sig ekki muna um það að dansa alla nóttina, snara sér svo úr spariföt- unum og í sjófötin og leggja af stað í róður að morgni. Og satt að segja kom Stefán mér í svo glatt skap með hressilegu harmoníkuspili sínu, að ég hefði helzt viljað grípa ein- hverja blómarósina í Grímsey í fang mér og þjóta með hana af stað í dillandi valsi, en það verður að bíða betri tíma. En svo ég hverfi aftur að Gríms- eyingum, þá eru þeir nú á milli 60 og 70 talsins, og er það til marks um athafnasemi þeirra, að þeir eru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.