Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 44
26
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Dr. Beck við fiskflainingu í Grímsey
nú meðal annars að hefja eða hafa
þegar hafið byggingu félagsheimilis,
skóla- og bókasafns. Mér leizt alveg
prýðilega á fólkið norður þar. Það
er frjálslegt og sérstaklega geðþekkt
í allri framkomu.
En ekki er hægt að skrifa svo um
Grímsey og Grímseyinga, að ekki
sé jafnframt minnzt á íslandsvin-
inn og hinn mikla vin þeirra, dr.
Daníel Willard Fiske. Hann tók al-
veg sérstöku ástfóstri við Grímsey
og íbúa hennar. Aldrei kom hann
samt til eyjarinnar, en mun hafa
séð hana úr fjarlægð í íslandsferð
sinni 1879. Frásagnir um hetjulega
lífsbaráttu Grímseyinga norður við
íshaf orkuðu á hug hans, og þá vakti
það eigi síður áhuga hans og að-
dáun á þeim, að þeir voru skák-
menn góðir, en skáklistin var hon-
um sérstaklega hugleikin. Hann
sendi öllum heimilum í Grímsey hin
fegurstu manntöfl, ásamt bókum og
blöðum um skák. Sumarið 1901 gaf
hann Grímseyingum stórt og vand-
að bókasafn og bætti við það seinna
með nýjum bókagjöfum. Eigi lét
hann þar við lenda. í erfðaskrá sinni
ánafnaði hann þeim fjárupphæð, er
á þeim tíma nam 40-45,000 krónum,
en vöxtunum af henni skyldi varið
til viðreisnar andlegu og verklegu
lífi eyjarinnar.Hefur sjóður þessi
orðið eyjarbúum til margvíslegrar
gagnsemdar. Grímseyingar hafa þá
eigi heldur gleymt hinum mikla vel-
gjörðarmanni sínum; þeir minnast