Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 56
38
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Fimm hundruð fulltrúar Zíonista
sátu grafalvarlegir undir ræðu for-
seta. Formaður Alheimsfélags Zíon-
ista, sem þarna var viðstaddur, Na-
hum Goldmann, viðurkenndi í svar-
ræðu, að takmarki félagsins væri
engan veginn náð, þar sem aðeins
einn fimmti hluti Gyðinga dvelur nú
í „heimalandi" sínu. Þá lét formað-
ur Bandaríkjadeildarinnar svo um-
mælt: „Fólksflutningur í stórum stíl
frá Bandaríkjunum til Palestínu er
með öllu óhugsandi. Við gerum sál-
sjúka aumingja úr börnum okkar,
ef við segjum þeim, að Bandaríkin
séu ekki þeirra land, heldur að hið
eiginlega ættland þeirra og fóstur-
jörð sé í annarri heimsálfu, fyrir
handan höf.“
Ekkert skal um það fullyrt, hvort
borgarstjóri arabísku Jerúsalem er
í ætt við spámennina, sem á þessum
slóðum sögðu fyrir óorðna hluti,
fyrir öldum síðan, né um það hvort
Ben-Gurion er sá Móses, er leitt fái
landa sína um heim allan úr her-
leiðingunni, heim til fyrirheitna
landsins. Hitt er Ijóst, að Pelestínu-
deilan er enn óleyst, og að hún getur
orðið örlagarík fyrir allan heiminn.
Þá er það og ljóst, að þeir eru sælir,
sem eiga þá móðurmold, sem enginn
girnist.
DR. S. E. BJÖRNSSON:
Móðurmálið
Ef framvindu þjóðar og auðsafni í
allt, sem er mannlegt í banni,
það telst ei til gróða, ef glatarðu því,
sem gerði þig sjálfan að manni.
Einstaklings þróun þann auðinn sér kaus
að uppskera meir en hún sáir,
en hraða’ ei svo ferðum að fjandinn sé laus,
að fjötra það allt, sem hún dáir.