Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 61

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 61
UPPLÝSING EÐA NÝ-KLASSÍK Á ÍSLANDI 43 fræðum; því skrifaði hann um Os- sian og orti sjálfur, jafnvel á dönsku. Hitt var stórvirki, er hann lauk við útgáfu Sæmundar-Eddu (1787-1828) fyrir Árnasjóð; þá þýddi hann kvæðin á dönsku og skrifaði um Eddufræði og goðafræði norræna með samanburði við persneskar og indverskar goðsagnir; var það djörf en ef til vill heldur snemmbær til- raun til að gera það fyrir goðsagn- irnar sem Rask hafði gert fyrir mál- fræðina; þó má vera að samanburðar goðsagnafræðingar nútímans eins og G. Dumézil og Jan de Vries fyndu enn þá eithvað nýtt hjá Finni inn- an um hugarflugið. Síðan varð Finn- ur mestur rúnafræðingur á Norður- löndum, en mjög galt sú frægð af- hroð eftir ritgerðina um Rúna mó. Bókmenniir — Uegar litið er á bókmenntirnar í þrengri merkingu, sést að öllum tegundum ljóðagerðar er haldið áfram á upplýsingaröld: sálmum, rímum og ljóðum, en auk riddara- sagna bætast nú við þrjár bók- uienntagreinir í lausu máli: grein- ar eða huganir (kallaðar „tilraunir" eftir enska orðinu essays), skáld- sögur og leikrit. Sálmabókin 1801, gefin út af Magnúsi Stephensen til að útrýma 200 ára gömlum Grallara, sem víða var þó notaður í kirkjum fram um miðja öldina, bar ljósan vott um skynsemistrú Magnúsar og smekk fyrir ný sálmalög, en var annars ekki mjög merkileg né andrík, enda ávallt tekið illa af eldra fólki, sem niat hana stundum sem versta guð- last. Svo gerðu austfirzku skáldin, bræðurnir Indriði og Hallgrímur Helgasynir, en Jón Stefánsson faktor á Djúpavogi tók boðskap hennar ef- laust tveim höndum. En rímur þrifust sem bezt á þessu tímabili þrátt fyrir harða árás Magn- úsar á þær og rímnalögin. Hrapps- eyjarprentsmiðja prentaði þó nokk- uð af rímum og hefur tæplega þurft að liggja með margar óseldar — þar á meðal þrjá flokka eftir Árna Böðv- arsson (1713-77), fremsta rímnaskáld á þeim dögum og hið fyrsta, sem fékk veraldlegar rímur prentaðar á íslandi og um sína daga; aðeins biblíurímnaskáld höfðu komizt á hornið í Vísnabók Guðbrands. Þegar Árni dó, hafði hann ort 221 rímna- flokk fyrir utan önnur ljóð — en af þeim varð skopkvæðið „Skipafregn“ (Vorið langl, verður oft dónunum) langvinsælast. En Björn K. Þórólfs- son telur, að Gunnlaugur Snorrason (1713-96) kunni að eiga eitthvað í því kvæði. Svo og Æviskrár. Hinn nýi skáldskapur upplýsing- arstefnunnar fellur í tvo flokka: beinar þýðingar á frægustu erlend- um kvæðum stefnunnar og nýr ís- lenzkur kveðskapur kveðinn eftir fyrirmælum og smekk stefnunnar. Þótt ólíklegra virðist verður íslenzka kvæðagerðin fyrst í kvæðum Egg- erts Ólafssonar. í þeim er ný-klassík og fræðiljóð. Sveitasæluljóð hans eru af forn-latneskum uppruna (Virgilius, Horatius, Martialis); hann notar nöfn úr grísk-rómverskri goða- fræði: allt þetta er tvímælalaus ný- klassík. Meir í anda tímanna sjálfra (hins stundlega að mati Nordals), er fræðandi samtalsform, táknfræði eins og fjallkonan, er hér mun fyrst koma fyrir utan sálma og prédik- ana, en verður algeng bæði í kvæð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.