Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 70

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 70
52 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA skáldskapur kynni að vera brjál- semi; „en sé svo,“ bætti hann við, „er það brjálsemi sannleikans“. Vel segist ykkur, mín elskulegu. Og ætti engum, sem þetta bréf les, að blandast hugur um fáfræði okk- ar, þegar til skáldskapar kemur, og að myndlistar-fávizka okkar er þar efst á blaði. — I þeim efnum stendur yngri kynslóðin okkur langt framar. — Þakka skyldi þeim! Myndlist nú kennd í öllum skólum, allt frá fyrsta bekk barnaskólans og alla leið upp í og út úr háskólunum. Eða svo er það hérna í Bísí: myndlist skyldunámsgrein í sjöunda og átt- unda bekk miðskóla, og eftir það framhaldsnám fyrir hvern, sem hafa vill. Og skólaskatturinn eftir því! Já, kennslan er kostbær, en marg- borgar sig. Framtakið og bissnesið sjá um það. Svo hefur myndlistin, ekki síður en önnur menningarverð- mæti, tekið þeim stakkaskiptum, að engin hefir gagn af nýlistarmálverk- um, nema listlærður sé, eða vitfirr- ingur. — Já, ég hef eitthvað lesið um iðk- un nýlistar á vitfirringahælum. — Skiljanleg lækninga-aðferð, byggð á stærðfræðislögmálinu: Tvö nei- kvæði gera eitt jákvæði. Látum nú þessum samræðum lok- ið, áður en okkur verður komið fyr- ir á vitfirringahæli. Þó þröngt sé þar og þrengist óðum, verður vel vitlausum einhvers staðar holað nið- ur. Og eigi það fyrir okkur að liggja, ættum við að leita uppfræðslu í ný- listinni áður en að því kemur. II. Brasklisiar-Musieri stendur full- um feitum stöfum yfir fjölbreiðum framdyrum skýjakljúfsins. Og ber stórhýsið öll stórbissnes - merki ásamt sinni ögninni af hvoru, kaup- hallarsniði og kirkjustíl. Við dyrnar situr upplýsingamær, vel máluð og brókklædd, og spyr okkur erindis. Ég segi eins og er, að við séum að leita upplýsinga um myndlist, og okkur langi til að líta inn á brask- listarsafn. Mærin: Hér er allt bissnes og skrifstofur, nema þaksalurinn. Hann er vinnustofa málaranna. Svo er fyr- irlestrarsalur hérna innan við dyrn- ar. Þar fræðir meistari Héðin fólk- ið um myndlist og auglýsingar í sambandi við bissnesið. <Þögn). Héðin! — Hafði þá landinn kom- izt svona hátt? — Nei, þetta var lík- lega bara Skandinavi. Jæja, við er- um þó í ætt við hann. Mærin: Rétt þessa stundina er meistarinn að fyrirlesa fólkinu. Ykk- ur er velkomið að sjá hann fyrir- lesa. Hann er fjarski — fjarski fallegur og reffilegur. Ha — já-takk. Mærin (opnar fyrir okkur): Ver- skú. Og við komum inn í afar stóran sal. Hér er mesti fjöldi fólks saman kominn, sumt í smáhópum, aðrir á víð og dreif. Og meistarinn gengur um, fyrirlesandi, líkt og skaparinn meðal sólkerfanna. En svo er vítt til veggja, að þessa gætir ekki meir en íslenzks krækibers í neðra. Og ekki laug mærin. Fallegur er Héðin, blá- eygður og rauðhærður, framsköll- óttur og norrænn á alla lund, og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.